Erlent

Viðbúnaðarstig hækkað í Danmörku

Lögreglan í Danmörku hefur hækkað hryðjuverkaviðbúnaðarstig vegna sprengingarinnar í miðborg Kaupmannahafnar í gær. Ýmislegt hefur komið fram í rannsókn lögreglu sem bendir til þess að um misheppnaða hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.

Lögreglan hefur í haldi mann sem hún telur ábyrgan fyrir sprengingunni á Hótel Jörgensen, sem er skammt frá Nörreport lestarstöðinni, í gær. Hann flúði alblóðugur af hótelinu skömmu eftir að sprengjan sprakk en fannst skömmu síðar Örstedparken sem er hinum megin við götuna frá hótelinu. Hann var ekki handtekinn fyrr en sprengjuleitarvélmenni og sérþjálfaðir sprengjuleitarmenn höfðu gengið úr skugga um að maðurinn væri ekki með sprengju á sér.

Neitar að svara spurningum

Hann var fluttur á Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn þar sem hann liggur nú. Lögregla hefur enn ekki gefið út nafn hans né þjóðerni og segist enn vera að vinna að því að fá það staðfest. Vitað er að hann hafði dvalið undir tveimur mismunandi nöfnum á hótelinu þar sem sprengjan sprakk undanfarna dag.

Lögreglan segir þó að hann sé af norður-afrískum og evrópskum uppruna og tali góða ensku. Hann hefur hins vegar neitað að svara spurningum lögreglu.

Lögreglan fínkemdi hótelið í gær í leit að sprengjum eða sprengiefni en fann ekki. Hún fann hins vegar skotvopn sem talið er tilheyra hinum grunaða.



Fyrirskipað að vera á varðbergi


Yfirmaður dönsku leynilögreglunnar, PET, segir að það sé of snemmt að segja til með vissu hvort um hryðjuverkaárás sé að ræða eða eitthvað annað. Þá sé enn heldur ekki hægt að útiloka að hinn grunaði eigi sér samstarfsmann eða menn sem gangi enn lausir. Það sé hins vegar komin fram gögn sem bendi til þess um misheppnaða hryðjuverkaáras sé að ræða.

Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkarárása sem til staðar er í Danmörku var því hækkað þannig nú hefur öllum lögregluembættum landsins verið fyrirskipað að vera á varðbergi.


Tengdar fréttir

Önnur sprenging í Kaupmannahöfn

Danskir fjölmiðlar segja að fyrir stundu hafi heyrst sprenging í Örstedsparket í Kaupmannahöfn þar sem lögreglan situr um mann sem talinn er hafa ætlað að gera sjálfsmorðssprengjuárás í borginni.

Neitar að svara spurningum

Maðurinn sem lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í gær vegna sprengjutilræðis á hóteli í miðborginni neitar svara spurningum í yfirheyrslum. Lögreglan hefur því ekki enn ekki fundið út hvort hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk eða ekki. Hann liggur á ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn en hann særðist þegar sprengjan sprakk á hótel Jörgensen, skammt frá Nörreport, í gær. Honum er lýst sem enskumælandi, með Miðjarðarhafshreim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×