Lífið

Í brúðkaupsferð til Ítalíu

Anna Paquin fór í brúðkaupsferð til Ítalíu með eiginmanninum Stephen Moyer. nordicphotos/Getty
Anna Paquin fór í brúðkaupsferð til Ítalíu með eiginmanninum Stephen Moyer. nordicphotos/Getty
Anna Paquin og eiginmaður hennar, Stephen Moyer, eru nú stödd í Ravello á Ítalíu til að halda upp á brúðkaup sitt. Þau játuðust hvort öðru í Malibu fyrir tveimur vikum og sáust ákaflega hamingjusöm á hinum vinsæla ferðamannastað, Amalfi-ströndinni, á mánudag.

Þetta ferðalag ætti að skýra fjarveru Önnu frá frumsýningu rómantísku kvikmyndarinnar The Romantics þar sem íslenska kvikmyndagerðarkonan Eva Maria Daniels er meðal framleiðenda.

Anna er þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum True Blood. Hins vegar vita kannski færri að Anna hlaut Óskarsverðlaun árið 1994 fyrir leik sinn í kvikmynd Jane Campion, The Piano, aðeins ellefu ára gömul.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.