Erlent

Tókst ekki að róa sig niður

Rúmlega fertugur íbúi í Solingen í Þýskalandi forðaði sér hið snarasta þegar kona kom auga á hann, þar sem hann var nakinn á kvöldgöngu.

Maðurinn gaf sig síðar fram við lögreglu og sagðist hafa vanið sig á þann sið að fara nakinn í göngutúra til að róa sig niður. Ekki mun það þó hafa virkað í þetta skiptið. Konan sagði manninn hafa flúið inn á lestarteina, en hún fann fötin hans skammt frá og lét lögreglu vita.

Lögreglan lokaði lestarbrautinni í hálfa aðra klukkustund meðan mannsins var leitað, meðal annars með aðstoð þyrlu.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×