Erlent

Bretar að missa þolinmæðina

Óli Tynes skrifar
Brown og Cameron berjast um hylli Cleggs (lenst tv.)
Brown og Cameron berjast um hylli Cleggs (lenst tv.)

Farið er að gæta gremju í garð Frjálslyndra demókrata í Bretlandi en þeir eru samtímis í stjórnarmyndunarviðræðum við bæði Íhaldsflokkinn og Verkamannaflokkinn.

Fimm dagar eru liðnir frá þingkosningunum og engin ríkisstjórn í sjónmáli. Frjálslyndir hlaupa á milli íhaldsmanna og verkamanna og reyna að kreista sem mest út úr þeim báðum.

Fyrrverandi ráðherra í Verkamannaflokknum sagði að Nick Clegg hagi sér eins og versta hóra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×