Erlent

Vetrarkuldar kosta tíu manns lífið í Argentínu

Að minnsta kosti níu manns hafa farist í miklum vetrarkuldum í Argentínu undanfarna daga. Flestir hinna látnu voru útigangsmenn í höfuðborg landsins Buenos Aires.

Hið kalda veður kemur frá Suðurskautinu en það hefur valdið miklum frostum víða um suðurhluta Suður Ameríku. Tilkynningar um mannslát vegna veðursins hafa borist frá Paraguay, Úruguay og Bólivíu.

Vegna veðursins hafa stjórnvöld í Argentínu aukið kaup sín á rafmagni frá Brasilíu og byrjað er að skammta gas til notkunar í iðnaði í landinu svo að hægt sé að mæta aukinni eftirpurn frá heimilum landsins í kuldanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×