Erlent

Ferðamönnum meinaður aðgangur að hasskaffihúsum

Yves Bot ríkissaksóknari Hollands segir að Hollendingar geti vel meinað útlendingum aðgangi að hasskaffihúsum sínum.

Tilmæli ríkissaksóknarans eru leiðbeindandi en þau verða notuð sem grunnur í máli sem stefnt hefur verið fyrir Evrópudómstólinn.

Í umfjöllun um málið í Politiken segir að Hollendingar eigi oft í stökustu vandræðum með þá ferðamenn sem sækja hasskaffihúsin í leit að vímugjöfum eins og kannabisefnum og sveppum. Ferðamennirnir reykja sig skakka og eru oft til mikilla vandræða á götum úti í framhaldi af því.

Því ákvað borgarstjórnin í Maastricht að banna komur erlendra ferðamanna á hasskaffihús borgarinnar. Eftir að lögreglan lokaði einu af hasskaffihúsum Maastricht þar sem erlendir ferðamenn voru til staðar fór eigandi hússins í mál við borgaryfirvöld og byggði málsókn sína á jafnfræðisreglu Evrópusamabandsins.

Málið fór alla leið til ríkisráðs Hollands sem ákvað að vísa því til Evrópudómstólsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×