Erlent

Ísland númer tvö í heiminum á Facebook

Óli Tynes skrifar

Aðeins á Bresku Jómfrúreyjum er stærra hlufall þjóðar með Facebook síðu en á Íslandi. Norskir fjölmiðlar skýra frá þessu en Norðmenn trónuðu lengi á toppnum.

Norðmenn segja að Íslendingar hafi á undraskömmum tíma sparkað þeim út í hafsauga. Fyrir þrem árum hafi eittþúsund Íslendingar verið á Facebook en nú séu þar 60,79 prósent þjóðarinnar. Þetta sé aukning um 19 þúsund prósent.

Á Bresku Jómfrúreyjum er hlutfallið 61,75 prósent. Í þriðja sæti er Gíbraltar og svo koma Cayman eyjar, Monaco, Færeyjar, Hong Kong, Singapore, Noregur og Quatar er svo í tíunda sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×