Erlent

Stokkhólmur: Lögregla réðst til atlögu við bankaræningja

Sænskir lögreglumenn að störfum. Myndin tengist ekki fréttinni.
Sænskir lögreglumenn að störfum. Myndin tengist ekki fréttinni.

Lögreglan í Stokkhólmi réðst í dag inn í banka á Östermalmstorgi en þar hafði bankaræningi tekið starfsmenn og viðskiptavini bankans í gíslingu. Umsátursástand skapaðist í stutta stund áður en lögreglan ákvað að ráðast með alvæpni inn í bankann.

Bankaræninginn, sem var einn á ferð, var handtekinn og enginn slasaðist í aðgerðinni að sögn lögreglu, sem beitti meðal annars reyksprengjum og hvellsprengjum til þess að rugla hann í ríminu.

Á heimasíðu Aftonbladet má sjá myndskeið af atvikinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×