Erlent

Bjóða þúsund menn í skiptum fyrir einn

Óli Tynes skrifar
Gilad Shalit í einangrun í fjögur ár.
Gilad Shalit í einangrun í fjögur ár.

Gilad Shalit var nítján ára gamall ísraelskur hermaður þegar Hamas samtökin náðu honum á sitt vald fyrir fjórum árum.

Honum hefur síðan verið haldið í einangrun og hvorki fengið að hafa samband við fjölskyldu sína né Rauða krossinn.

Stjórnvöld í Ísrael hafa lagt mikið á sig við að fá hann lausan með fangaskiptum.

Benjamín Netanyahu forsætisráðherra sagði í samtali við Ísraelskt dagblað í gær að þeir væru reiðubúnir að sleppa eittþúsund Palestínumönnum í skiptum fyrir Shalit.

Ísraelar setja tvö skilyrði. Annað er að Palestinsku fangarnir verði sendir til Gaza strandarinnar en ekki til Vesturbakkans þar sem sæmilegur friður ríkir.

Ísraelar segjast hafa reynslu af því að talsverður meirihluti Hamas liða sem sleppt er úr fangelsi hefji aftur hryðjuverk.

Í öðru lagi vilja Ísraelar ekki sleppa þeim sem taldir eru til allra hættulegustu hryðjuverkamanna.

Hamas samtökin hafa hafnað þessu boði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×