Erlent

Kosið í Kirgistan þrátt fyrir ólgu

Kirgisar í austurhluta landsins eru sagðir hafa myrt fjölda Úsbeka sem eru í minnihluta í Kirgistan.
Kirgisar í austurhluta landsins eru sagðir hafa myrt fjölda Úsbeka sem eru í minnihluta í Kirgistan. MYND/AFP

Ný stjórnarskrá Kirgistan verður lögð í þjóðaratkvæði í landinu í dag, en nýja stjórnarskráin færir aukin völd til þjóðþingsins og hafa kosningar verið boðaðar í september næstkomandi, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Það var bráðabirgðastjórn landsins, sem mynduð var í apríl, sem boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Sem kunnugt er geisuðu hörð átök þjóðarbrota í suðurhluta landsins í byrjun júní og var borgin Osh lögð í rúst í átökunum. Heilbrigðisyfirvöld segja að á þriðja hundrað manns hafi látist en aðrar opinberar stofnanir segja að talan tvö þúsund sé nærri lagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×