Erlent

Mexíkó: Myrtir í meðferð

Níu létust í síðustu árásinni.
Níu létust í síðustu árásinni. MYND/AP
Níu létust og og aðrir níu slösuðust í Mexíkó um helgina þegar grímuklæddir byssumenn skutu á allt sem fyrir varð á meðferðarheimili í norðurhluta landsins. Um fimmtíu sjúklingar voru í byggingunni en mörgum tókst að forða sér þegar fyrstu skotin heyrðust.

Árásin er ekki sú fyrsta sinnar tegundar en ódæði af þessu tagi hófust í landinu árið 2008 þegar átta eiturlyfjaneitendur í meðferð voru drepnir í borginni Ciudad je Juarez. Í september á síðasta ári voru síðan 27 sjúklingar teknir af lífi í tveimur aðskildum árásum í sömu borg. Og mannskæðasta árásin af þessu tagi átti sér stað fyrir tíu dögum í Chihuaha borg þegar 19 voru myrtir.

Yfirvöld segjast ekki vita hvað byssumönnunum gengur til með ódæðunum en sumir telja að glæpaklíkur vilji með þessu draga kjarkinn úr fólki sem vill láta af eiturlyfjaneyslu og skrá sig í meðferð. Önnur kenning er sú að um átök á milli gengja sé að ræða og að fórnarlömbin séu í raun klíkumeðlimir sem skrái sig í meðferð til þess að láta lítið fyrir sér fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×