Erlent

Páfinn gagnrýnir belgísk yfirvöld

Benedikt Páfi hefur hellt sér út í deilu sem verið hefur að magnast á milli Vatíkansins og belgískra stjórnvalda í kjölfar þess að belgíska lögreglan gerði húsleitir í höfuðstöðvum kaþólsku kirkjunnar þar í landi. Lögreglan rannsakar nú ásakanir sem bornar hafa verið á kaþólska presta um barnaníð og í einni húlsleitinni var belgískum biskupum sem voru á fundi haldið í níu klukkustundir á meðan á leitinni stóð.

Páfinn hefur nú sent trúbræðrum sínum í Belgíu stuðningsyfirlýsingu þar sem hann fordæmir rannsóknina og meðferðina á biskupunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×