Handbolti

Danir tryggðu sér fimmta sætið með öruggum sigri á Spánverjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kasper Hvidt varði vel í danska markinu.
Kasper Hvidt varði vel í danska markinu. Mynd/AFP

Danir tryggði sér fimmta sætið á Evrópumótinu í handbolta í Austurríki með öruggum sjö marka sigri á Spánverjum, 34-27, í leiknum um 5. sætið í Vín.

Spánverjar byrjuðu aðeins betur og voru yfir í upphafi leiks en Danir náðu frumkvæðinu með því að skora fjögur mörk í röð og komst í 6-4. Danir voru síðan með fimm marka forskot í hálfleik, 18-13.

Danir héldu góðu forskoti allan seinni hálfleikinn og tryggðu sér öruggan sigur. Kasper Hvidt varð mjög vel í marki Dana og þar af meðal varði hann fjögur vítaköst Spánverja og alls 17 af 35 skotum sem á hann komu. Það gerir 49 prósent markvörslu.

Torsten Laen skoraði átta mörk úr átta skotum fyrir Dani, Mikkel Hansen var með 6 mörk og Anders Eggert Jensen skoraði fimm mörk. Cristian Malmagro var með 7 mörk fyrir Spánverja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×