Strákarnir áttu aldrei möguleika gegn Frökkum - spila um bronsið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2010 12:00 Nicola Karabatic var erfiður í dag. Mynd/DIENER Íslenska handboltalandsliðið tapaði með átta marka mun, 28-36, á móti Frökkum í undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í Frakklandi. Frakkar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik en gerðu út um leikinn með því að vinna upphafskafla seinni hálfleiks 10-4 og komast þá átta mörkum yfir. Íslenska liðið komst lítið áleiðis gegn hinni geysisterku vörn Frakka sem virtust meðal annars vera búnir að loka algjörlega á línuspil íslenska liðsins. Björgvin Páll Gústavsson var besti markvörður íslenska liðsins en stórgóð markvarsla hans dugði ekki til. Íslensku skytturnar þurftu að taka skotin úr erfiðum færum og Ólafur Stefánsson náði sem dæmi aðeins að skora 2 mörk úr 10 skotum í leiknum í dag. Aron Pálmarsson skoraði sex mörk í fyrri hálfleik en Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari lét hann samt ekki byrja seinni hálfleikinn. Aron fann aldrei taktinn þegar hann kom aftur inn í leikinn. Nicola Karabatic átti frábæran leik í frönsku sókninni og íslenska vörnin átti ekki svar við hans leik. Karabatic skoraði að því virtist af vild þegar Frakkarnir gerðu út um leikinn. Ísland- Frakkland 28-36 (16-18) Mörk Íslands (skot): Aron Pálmarsson 6 (9), Snorri Steinn Guðjónsson 5/2 (5/2), Guðjón Valur Sigurðsson 5 (9), Arnór Atlason 5 (10), Alexander Petersson 3 (5), Ólafur Stefánsson 2 (10), Róbert Gunnarsson 1 (1), Vignir Svavarsson 1 (2).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 16/1 (51/6, 31%), Hreiðar Guðmundsson 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 5 (Guðjón Valur 3, Snorri Steinn 1, Alexander 1).Fiskuð víti: 3 (Vignir 1, Arnór 1, Guðjón Valur 1).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Frakklands (skot): Nikola Karabatic 9 (9), Guillaume Joli 6/6 (7/7), Michael Guigou 6 (10), Guillaume Gille 4 (5), Cedric Sorhaindo 3 (3), Luc Abalo 3 (5), Franck Junillon 2 (2), Daniel Narcisse 2 (6), Jerome Fernandez 1 (2), Sebastien Bosquet (1).Varin skot: Thierry Omeyer 16 (44/2, 36%).Hraðaupphlaup: 12 (Guigou 5, Abalo 3, Gille 2, Karabatic 2).Fiskuð víti: 5 (Karabatic 3, Fernandez 1, Sorhaindo 1).Utan vallar: 8 mínútur. Leiknum var lýst í beinni textalýsingu á Vísi og má finna hana hér fyrir neðan. Ísland-Frakkland (14-16) 28-36 - leik lokið Leik lokið: Íslendingar klikka á þremur skotum í síðustu sókninni og íslenska liðið tapar með átta mörkum. Ísland spilar um bronsið á morgun. 28-36: Frakkar skora með langskoti. Hálf mínúta eftir. 28-35: Guðjón Valur skorar úr hraðaupphlaupi eftir langa sendingu frá Vigni. Ólafur skýtur framhjá úr hægra horninu og er bara búinn að skora 2 mörk úr 9 skotum í dag. 27-35: Arnór á skot yfir og Frakkar eru með boltann þegar fjórar mínútur eru eftir. Frakkar skora og komast átta mörkum yfir. 27-34: Frakkar skora úr víti og Róbert var rekinn útaf í tvær mínútur. 27-33: Arnór skorar með langskoti. Fimm mínútur eftir. 26-33: Frakkar skora úr gegnumbroti. 26-32: Frakkar fá á sig ruðning, Ólafur lætur verja frá sér en Alexander Petersson nær frákastinu og skorar. Sex og hálf mínúta eftir. 25-32: Vignir skorar af línunni eftir sendingu Ólafs. Átta mínútur eftir. 24-32: Frakkar skora úr víti og eru átta mörkum yfir. 24-31: Guðjón Valur skorar úr hraðaupphlaupi. Níu mínútur eftir. Íslendingar tapa boltanum í tveimur sóknum í röð en Björgvin ver tvisvar frá Frökkunum úr hraðaupphlaupum í kjölfarið. 23-31: Íslendingar tapa boltanum og Frakkar skora úr hraðaupphlaupi. 23-30: Frakkar skora úr langskoti og eru komnir sjö mörkum yfir. 23-29: Karabatic skorar sitt níunda mark úr níu skotum og Vignir skýtur í slánna úr hraðaupphlaupi. Tólf mínútur eftir. Frakkar fá á sig aftur ruðning en Ólafur lætur verja frá sér úr erfiðu færi í horninu. 23-28: Frakkar fá sig ruðning og Arnór Atlason fiskar víti úr hraðri sókn. Snorri Steinn skorar úr vítinu. 14 mínútur eftir og munurinn er kominn niður í fimm mörk. 22-28: Arnór skorar sitt þriðja mark í röð með laglegu langskoti. Fimmtán mínútur eftir af leiknum. 21-28: Frakkar skora úr víti á Hreiðar levý Guðmundsson. 21-27: Arnór skorar með laglegu langskoti. Nú munar aðeins sex mörkum og það eru 16 mínútur eftir. Arnór fær á sig ruðning þegar íslenska liðið var tveimur mönnum fleiri. 20-27: Arnór skorar með langskoti úr hraðri sókn og Frakkar fá á sig tveggja mínútna brottresktur fyrir vitlausa skiptingu. 19-27: Frakkar komast aftur átta mörkum yfir með marki úr víti. 19-26: Snorri skorar af línunni eftir sendingu frá Ólafi. 18-26: Aron lætur verja frá sér gegnumbrot og Frakkar skora úr hraðaupphlaupi. Frakakr eru sjö mörkum yfir þegar rúmar 19 mínútur eru eftir. 18-25: Frakkar skora einn eitt auðvelda markið og íslenska vörnin nær engum takti þessa mínúturnar. 18-24: Alexander Petersson skorar úr gegnumbroti. 17-24: Frakkar skora fjórða markið í röð og það er eins og íslenska liðið sé búið að gefast upp. 21 mínúta eftir. Snorri Steinn fær á sig línu og það gengur ekkert upp í íslensku sókninni. Frakkar eru með öll völd á vellinum. Leikhlé hjá Guðmundi: Leikur íslenska liðsins hefur hrunið á síðustu mínútum og þeir komast ekkert áleiðis gegn frönsku vörninni. Frakkar eru komnir með sex marka forskot og nú verður þetta mjög erfitt. Frakkar skoruðu 7-2 á fimm mínútum. 17-23: Nú gengur allt á afturfótunum. Frakkar skora úr hraðaupphlaupi og Róbert Gunnarsson er rekinn útaf. 17-22: Björgvin ver sitt tólfta skot en Frakkar skora úr frákastinu og eru komnir fimm mörkum yfir. 17-21: Nicola Karabatic skorar níunda markið sitt nú úr gegnumbroti. 17-20: Ólafur Stefánsson skorar úr gegnumbroti. 5 mínútur búnar af seinni hálfleik. 1-19, 16-20: Frakkar skora tvö mörk í röð, af línu og úr hraðaupphlaupi. 16-18: Snorri Steinn úr hraðaupphlaupi eftir sendingu Ólafs. Ólafur Stefánsson fær á sig skref en Frakkar skjóta í stöng. 15-18: Ólafur lætur vörnina verja frá sér og Frakkar skora úr hraðaupphlaupi. 15-17: Karabatic skorar með langskoti. 15-16: Róbert Gunnarsson skorar af línu eftir sendingu frá Ólafi. Ólafur lætur verja frá sér langskot en Björgvin ver hinum megin og Ísland er aftur komið með boltann. Íslendingar byrja með boltann í seinni hálfleik. ÓL 2008: Frakkar voru fimm mörkum yfir á móti Íslandi á Ólympíuleikunum í Peking en staðan var þá 15-10. Mörk Íslands í fyrri hálfleik: Aron Pálmarsson 6, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Arnór Atlason 1, Ólafur Stefánsson 1, Alexander Petersson 1. Björgvin Páll Gústavsson er búinn að verja 10/1 skot. Íslenska liðið hefur ekki ráðið við Nicola Karabatic sem er kominn með 6 mörk úr 6 skotum í fyrri hálfleik. Hálfleikur: Íslenska liðið hefur haldið sér inn í leiknum í fyrri hálfleik á frábærri markvörslu Björgvins Páls og einstaklingsframtaki hins 19 ára gamla Arons Pálmarssonar í sókninni. Frakkar hafa lokað algjörlega á línuspil íslenska liðsins og strákarnir hafa tapað hverjum boltanum á fætur öðrum við það að reyna koma boltanum til Róberts á línunni. Björgvin ver lokaskot hálfleiksins og varði 10 skot í fyrri hálfeik. 14-16: Aron skorar sitt sjötta mark í leiknum, nú úr gegnumbroti. Aron er búinn að skora sex mörk úr sjö skotum. 13-16: Enn mistekst strákunum að koma boltanum inn á Róbert og Karabatic skorar úr hraðaupphlaupi. Fjórða mark Frakkaog fjórða mark Karabatic í röð. 13-15: Aron fær á sig ruðning og Karabatic skorar sittþriðja mark í röð. Mínúta eftir. Leikhlé: Guðmundur Guðmundsson tekur leikhlé eftir tvö frönsk mörk í röð. 1 mínúta og 54 sekúndur eftir. 13-14: Ísland missir boltann og Karabatic skorar með þvílíku undirhandarskoti. Tvær mínútur eftir. 13-13: Karabatic skorar sitt þriðja mark úr gegnumbroti. Tæpar þrjár mínútur eftir. 13-12: Aron skorar með frábæru gegnumbroti.Hann er búinn að skora fimm mörk og er óstöðvandi. Björgvin varði langskot og Sverre nær frákastinu af ótrúlegri grimmd. Ísland getur komist yfir. 3 og hálf mínúta eftir. 12-12: Aron með einn eitt markið, fjögur mörk úr fimm skotum. Frábærlega gert. Frakkar fá á sig sóknarbrot. Ísland getur jafnað leikinn. Leikhlé: Frakkar taka leikhlé þegar sex mínútur eru eftir af hálfleiknum. Björgvin varði langskot en sendingin fram mistekst. Frakkar missa boltann en Alexander flýtir sér of mikið og missir boltann. 11-12: Aron skorar sitt þriðja mark í leiknum með flottu skoti. 10-12: Frakkar skora úr langskoti. 10-11: Guðjón Valur skorar úr vinstra horninu eftir einstaklingsframtak. 9-11: Frakkar skora úr gegnumbroti. Níu mínútur eftir. Aron lætur verja frá sér langskot. Björgvin varði víti frá Joli. Hann er búinn að verja sjö skot flest úr dauðafærum. Ingimundur rekinn útaf í tvær mínútur 9-10: Aron með glæsilegu langskoti, hans annað mark. 10mínútur eftir. 8-10: Frakkar skora af línunni 8-9: Alexander skorar með langskoti, 11 mínútur eftir af fyrri. Björgvin Páll kemur út úr markinu og stelur langri sendingu fram völlinn. Alexander stelur boltanum en Omeyer ver frá Guðjóni Val. Björgvin varði úr horninu, sitt sjötta skot. Hann er búinn að halda okkur á floti á síðustu mínútum. 17:43 búnar af fyrri hálfleik. 7-9: Aron skorar úr langskoti, nýkominn inn á. 6-9: xxxGuðjón Valur klikkar úr hraðrisókna og Frakkar skora úr hraðaupphlaupi. 6-8: Frakkar skora úr hraðaupphlaupi eftir lélega línusendingu. Ólafur lætur frönsku vörnina verja frá sér en Björgvin varði glæsilega úr hraðaupphlaupi. 6-7: Frakkar skora úr víti. Björgvin varði af línunni en Frakkar fá víti. 6-6: Ólafur opnar markareikning sinn með langskoti. 14 og hálf mínúta búin. Frakkar henda boltanum útaf og Ísland getur jafnað. 5-6: Frakkar skora úr hægra horninu, manni færri. Alexander lætur verja frá sér úr horninu. 5-5: Arnór jafnar með langskoti Arnór fiskar tvær mínútur á Nicola Karabatic. Frakkar fá á sig sóknarbrot og Ísland getur jafnað. 4-5: Guðjón Valur skorar með langskoti 3-5: Frakkar skora af línunni eftir að Guðjón Valur hafi skotið í stöng úr hraðri sókn. Ólafur lætur Omayer verja frá sér langskot 3-4: Frakkar skora af línunni, manni færri - 8 mínútur búnar 3-3: Snorri Steinn, víti sem Guðjón Valur fékk Guðjón Valur fiskar tværmínútur á Frakkana 2-3: Íslendingar missa boltann og Frakkar skora úr hraðaupphlaupi. 2-2: Karabatic jafnar leiknn 5 og hálf búin. 2-1: Snorri Steinn, gegnumbrot, manni færri 1-1: Frakkar jafna úr víti og Arnór er rekinn útaf í 2 mínútur 1-0: Guðjón Valur, hraðaupphlaup Björgvin varði langskot Róbert fær á sig sóknarbrot á línunni. Arnór lætur verja frá sér en Frakkar missa strax boltann Björgvin varði úr dauðafæri af línunni - Frakkar byrja með boltann Byrjunarlið Íslands (vörn): Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Ingimundur Ingimundarson, Sverre Jakobsson, Alexander Petersson, Ólafur Stefánsson. Björgvin Páll Gústavsson er í markinu. . Fyrir leik: Íslenska landsliðið spilar í rauðu búningunum í dag en sex af sjö sigrum Íslands á ÓL 2008 og EM 2010 hafa komið þegar liðið hefur spilað í rauðum búningum. Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði með átta marka mun, 28-36, á móti Frökkum í undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í Frakklandi. Frakkar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik en gerðu út um leikinn með því að vinna upphafskafla seinni hálfleiks 10-4 og komast þá átta mörkum yfir. Íslenska liðið komst lítið áleiðis gegn hinni geysisterku vörn Frakka sem virtust meðal annars vera búnir að loka algjörlega á línuspil íslenska liðsins. Björgvin Páll Gústavsson var besti markvörður íslenska liðsins en stórgóð markvarsla hans dugði ekki til. Íslensku skytturnar þurftu að taka skotin úr erfiðum færum og Ólafur Stefánsson náði sem dæmi aðeins að skora 2 mörk úr 10 skotum í leiknum í dag. Aron Pálmarsson skoraði sex mörk í fyrri hálfleik en Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari lét hann samt ekki byrja seinni hálfleikinn. Aron fann aldrei taktinn þegar hann kom aftur inn í leikinn. Nicola Karabatic átti frábæran leik í frönsku sókninni og íslenska vörnin átti ekki svar við hans leik. Karabatic skoraði að því virtist af vild þegar Frakkarnir gerðu út um leikinn. Ísland- Frakkland 28-36 (16-18) Mörk Íslands (skot): Aron Pálmarsson 6 (9), Snorri Steinn Guðjónsson 5/2 (5/2), Guðjón Valur Sigurðsson 5 (9), Arnór Atlason 5 (10), Alexander Petersson 3 (5), Ólafur Stefánsson 2 (10), Róbert Gunnarsson 1 (1), Vignir Svavarsson 1 (2).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 16/1 (51/6, 31%), Hreiðar Guðmundsson 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 5 (Guðjón Valur 3, Snorri Steinn 1, Alexander 1).Fiskuð víti: 3 (Vignir 1, Arnór 1, Guðjón Valur 1).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Frakklands (skot): Nikola Karabatic 9 (9), Guillaume Joli 6/6 (7/7), Michael Guigou 6 (10), Guillaume Gille 4 (5), Cedric Sorhaindo 3 (3), Luc Abalo 3 (5), Franck Junillon 2 (2), Daniel Narcisse 2 (6), Jerome Fernandez 1 (2), Sebastien Bosquet (1).Varin skot: Thierry Omeyer 16 (44/2, 36%).Hraðaupphlaup: 12 (Guigou 5, Abalo 3, Gille 2, Karabatic 2).Fiskuð víti: 5 (Karabatic 3, Fernandez 1, Sorhaindo 1).Utan vallar: 8 mínútur. Leiknum var lýst í beinni textalýsingu á Vísi og má finna hana hér fyrir neðan. Ísland-Frakkland (14-16) 28-36 - leik lokið Leik lokið: Íslendingar klikka á þremur skotum í síðustu sókninni og íslenska liðið tapar með átta mörkum. Ísland spilar um bronsið á morgun. 28-36: Frakkar skora með langskoti. Hálf mínúta eftir. 28-35: Guðjón Valur skorar úr hraðaupphlaupi eftir langa sendingu frá Vigni. Ólafur skýtur framhjá úr hægra horninu og er bara búinn að skora 2 mörk úr 9 skotum í dag. 27-35: Arnór á skot yfir og Frakkar eru með boltann þegar fjórar mínútur eru eftir. Frakkar skora og komast átta mörkum yfir. 27-34: Frakkar skora úr víti og Róbert var rekinn útaf í tvær mínútur. 27-33: Arnór skorar með langskoti. Fimm mínútur eftir. 26-33: Frakkar skora úr gegnumbroti. 26-32: Frakkar fá á sig ruðning, Ólafur lætur verja frá sér en Alexander Petersson nær frákastinu og skorar. Sex og hálf mínúta eftir. 25-32: Vignir skorar af línunni eftir sendingu Ólafs. Átta mínútur eftir. 24-32: Frakkar skora úr víti og eru átta mörkum yfir. 24-31: Guðjón Valur skorar úr hraðaupphlaupi. Níu mínútur eftir. Íslendingar tapa boltanum í tveimur sóknum í röð en Björgvin ver tvisvar frá Frökkunum úr hraðaupphlaupum í kjölfarið. 23-31: Íslendingar tapa boltanum og Frakkar skora úr hraðaupphlaupi. 23-30: Frakkar skora úr langskoti og eru komnir sjö mörkum yfir. 23-29: Karabatic skorar sitt níunda mark úr níu skotum og Vignir skýtur í slánna úr hraðaupphlaupi. Tólf mínútur eftir. Frakkar fá á sig aftur ruðning en Ólafur lætur verja frá sér úr erfiðu færi í horninu. 23-28: Frakkar fá sig ruðning og Arnór Atlason fiskar víti úr hraðri sókn. Snorri Steinn skorar úr vítinu. 14 mínútur eftir og munurinn er kominn niður í fimm mörk. 22-28: Arnór skorar sitt þriðja mark í röð með laglegu langskoti. Fimmtán mínútur eftir af leiknum. 21-28: Frakkar skora úr víti á Hreiðar levý Guðmundsson. 21-27: Arnór skorar með laglegu langskoti. Nú munar aðeins sex mörkum og það eru 16 mínútur eftir. Arnór fær á sig ruðning þegar íslenska liðið var tveimur mönnum fleiri. 20-27: Arnór skorar með langskoti úr hraðri sókn og Frakkar fá á sig tveggja mínútna brottresktur fyrir vitlausa skiptingu. 19-27: Frakkar komast aftur átta mörkum yfir með marki úr víti. 19-26: Snorri skorar af línunni eftir sendingu frá Ólafi. 18-26: Aron lætur verja frá sér gegnumbrot og Frakkar skora úr hraðaupphlaupi. Frakakr eru sjö mörkum yfir þegar rúmar 19 mínútur eru eftir. 18-25: Frakkar skora einn eitt auðvelda markið og íslenska vörnin nær engum takti þessa mínúturnar. 18-24: Alexander Petersson skorar úr gegnumbroti. 17-24: Frakkar skora fjórða markið í röð og það er eins og íslenska liðið sé búið að gefast upp. 21 mínúta eftir. Snorri Steinn fær á sig línu og það gengur ekkert upp í íslensku sókninni. Frakkar eru með öll völd á vellinum. Leikhlé hjá Guðmundi: Leikur íslenska liðsins hefur hrunið á síðustu mínútum og þeir komast ekkert áleiðis gegn frönsku vörninni. Frakkar eru komnir með sex marka forskot og nú verður þetta mjög erfitt. Frakkar skoruðu 7-2 á fimm mínútum. 17-23: Nú gengur allt á afturfótunum. Frakkar skora úr hraðaupphlaupi og Róbert Gunnarsson er rekinn útaf. 17-22: Björgvin ver sitt tólfta skot en Frakkar skora úr frákastinu og eru komnir fimm mörkum yfir. 17-21: Nicola Karabatic skorar níunda markið sitt nú úr gegnumbroti. 17-20: Ólafur Stefánsson skorar úr gegnumbroti. 5 mínútur búnar af seinni hálfleik. 1-19, 16-20: Frakkar skora tvö mörk í röð, af línu og úr hraðaupphlaupi. 16-18: Snorri Steinn úr hraðaupphlaupi eftir sendingu Ólafs. Ólafur Stefánsson fær á sig skref en Frakkar skjóta í stöng. 15-18: Ólafur lætur vörnina verja frá sér og Frakkar skora úr hraðaupphlaupi. 15-17: Karabatic skorar með langskoti. 15-16: Róbert Gunnarsson skorar af línu eftir sendingu frá Ólafi. Ólafur lætur verja frá sér langskot en Björgvin ver hinum megin og Ísland er aftur komið með boltann. Íslendingar byrja með boltann í seinni hálfleik. ÓL 2008: Frakkar voru fimm mörkum yfir á móti Íslandi á Ólympíuleikunum í Peking en staðan var þá 15-10. Mörk Íslands í fyrri hálfleik: Aron Pálmarsson 6, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Arnór Atlason 1, Ólafur Stefánsson 1, Alexander Petersson 1. Björgvin Páll Gústavsson er búinn að verja 10/1 skot. Íslenska liðið hefur ekki ráðið við Nicola Karabatic sem er kominn með 6 mörk úr 6 skotum í fyrri hálfleik. Hálfleikur: Íslenska liðið hefur haldið sér inn í leiknum í fyrri hálfleik á frábærri markvörslu Björgvins Páls og einstaklingsframtaki hins 19 ára gamla Arons Pálmarssonar í sókninni. Frakkar hafa lokað algjörlega á línuspil íslenska liðsins og strákarnir hafa tapað hverjum boltanum á fætur öðrum við það að reyna koma boltanum til Róberts á línunni. Björgvin ver lokaskot hálfleiksins og varði 10 skot í fyrri hálfeik. 14-16: Aron skorar sitt sjötta mark í leiknum, nú úr gegnumbroti. Aron er búinn að skora sex mörk úr sjö skotum. 13-16: Enn mistekst strákunum að koma boltanum inn á Róbert og Karabatic skorar úr hraðaupphlaupi. Fjórða mark Frakkaog fjórða mark Karabatic í röð. 13-15: Aron fær á sig ruðning og Karabatic skorar sittþriðja mark í röð. Mínúta eftir. Leikhlé: Guðmundur Guðmundsson tekur leikhlé eftir tvö frönsk mörk í röð. 1 mínúta og 54 sekúndur eftir. 13-14: Ísland missir boltann og Karabatic skorar með þvílíku undirhandarskoti. Tvær mínútur eftir. 13-13: Karabatic skorar sitt þriðja mark úr gegnumbroti. Tæpar þrjár mínútur eftir. 13-12: Aron skorar með frábæru gegnumbroti.Hann er búinn að skora fimm mörk og er óstöðvandi. Björgvin varði langskot og Sverre nær frákastinu af ótrúlegri grimmd. Ísland getur komist yfir. 3 og hálf mínúta eftir. 12-12: Aron með einn eitt markið, fjögur mörk úr fimm skotum. Frábærlega gert. Frakkar fá á sig sóknarbrot. Ísland getur jafnað leikinn. Leikhlé: Frakkar taka leikhlé þegar sex mínútur eru eftir af hálfleiknum. Björgvin varði langskot en sendingin fram mistekst. Frakkar missa boltann en Alexander flýtir sér of mikið og missir boltann. 11-12: Aron skorar sitt þriðja mark í leiknum með flottu skoti. 10-12: Frakkar skora úr langskoti. 10-11: Guðjón Valur skorar úr vinstra horninu eftir einstaklingsframtak. 9-11: Frakkar skora úr gegnumbroti. Níu mínútur eftir. Aron lætur verja frá sér langskot. Björgvin varði víti frá Joli. Hann er búinn að verja sjö skot flest úr dauðafærum. Ingimundur rekinn útaf í tvær mínútur 9-10: Aron með glæsilegu langskoti, hans annað mark. 10mínútur eftir. 8-10: Frakkar skora af línunni 8-9: Alexander skorar með langskoti, 11 mínútur eftir af fyrri. Björgvin Páll kemur út úr markinu og stelur langri sendingu fram völlinn. Alexander stelur boltanum en Omeyer ver frá Guðjóni Val. Björgvin varði úr horninu, sitt sjötta skot. Hann er búinn að halda okkur á floti á síðustu mínútum. 17:43 búnar af fyrri hálfleik. 7-9: Aron skorar úr langskoti, nýkominn inn á. 6-9: xxxGuðjón Valur klikkar úr hraðrisókna og Frakkar skora úr hraðaupphlaupi. 6-8: Frakkar skora úr hraðaupphlaupi eftir lélega línusendingu. Ólafur lætur frönsku vörnina verja frá sér en Björgvin varði glæsilega úr hraðaupphlaupi. 6-7: Frakkar skora úr víti. Björgvin varði af línunni en Frakkar fá víti. 6-6: Ólafur opnar markareikning sinn með langskoti. 14 og hálf mínúta búin. Frakkar henda boltanum útaf og Ísland getur jafnað. 5-6: Frakkar skora úr hægra horninu, manni færri. Alexander lætur verja frá sér úr horninu. 5-5: Arnór jafnar með langskoti Arnór fiskar tvær mínútur á Nicola Karabatic. Frakkar fá á sig sóknarbrot og Ísland getur jafnað. 4-5: Guðjón Valur skorar með langskoti 3-5: Frakkar skora af línunni eftir að Guðjón Valur hafi skotið í stöng úr hraðri sókn. Ólafur lætur Omayer verja frá sér langskot 3-4: Frakkar skora af línunni, manni færri - 8 mínútur búnar 3-3: Snorri Steinn, víti sem Guðjón Valur fékk Guðjón Valur fiskar tværmínútur á Frakkana 2-3: Íslendingar missa boltann og Frakkar skora úr hraðaupphlaupi. 2-2: Karabatic jafnar leiknn 5 og hálf búin. 2-1: Snorri Steinn, gegnumbrot, manni færri 1-1: Frakkar jafna úr víti og Arnór er rekinn útaf í 2 mínútur 1-0: Guðjón Valur, hraðaupphlaup Björgvin varði langskot Róbert fær á sig sóknarbrot á línunni. Arnór lætur verja frá sér en Frakkar missa strax boltann Björgvin varði úr dauðafæri af línunni - Frakkar byrja með boltann Byrjunarlið Íslands (vörn): Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Ingimundur Ingimundarson, Sverre Jakobsson, Alexander Petersson, Ólafur Stefánsson. Björgvin Páll Gústavsson er í markinu. . Fyrir leik: Íslenska landsliðið spilar í rauðu búningunum í dag en sex af sjö sigrum Íslands á ÓL 2008 og EM 2010 hafa komið þegar liðið hefur spilað í rauðum búningum.
Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn