Erlent

Þyrlur sendar að bjarga fólki af Machu Picchu

Skriðuföll og flóð lokuðu frægum ferðamannastað.
fréttablaðið/AP
Skriðuföll og flóð lokuðu frægum ferðamannastað. fréttablaðið/AP
Hátt í átta hundruð ferðamenn biðu þess í gær að vera bjargað frá Machu Picchu, hinum fornu borgarrústum Inka í Perú.

Þessi vinsæli ferðamannastaður lokaðist af í flóðum og skriðuföllum um síðustu helgi. Síðan þá hefur þurft að bjarga meira en 2.500 ferðamönnum, sem urðu þar innlyksa.

Stjórnvöld hafa sent þyrlur til að flytja fólkið burt í smáhópum. Reiknað er með að ferðamannastaðurinn verði lokaður næstu vikurnar meðan verið er að gera við eina veginn þangað.

Fjögur þúsund manna þorp þar hjá, Machu Picchu Pueblo, verður einnig einangrað þennan tíma.

- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×