Handbolti

Björgvin: Vil ekki eyða of miklum tíma í að skoða Frakkana

Eiríkur Stefán Ásgiersson í Vín skrifar
Björgvin Gústavsson.
Björgvin Gústavsson. Mynd/Diener
Björgvin Páll Gústavsson hefur verið frábær á EM í Austurríki eins og svo margir aðrir í íslenska landsliðinu. Hans bíður stórt verkefni í dag.

Ísland mætir Frakklandi í undanúrslitum keppninnar en þeir frönsku eru núverandi heims- og Ólympíumeistarar og vilja bæta Evrópumeistaratitlinum í það safn.

„Frakkar eru með frábært lið og margir bestu handboltamanna heims eru í þessu liði. Það eru frábærir leikmenn í öllum stöðum. Þetta verður vissulega erfitt en við þekkjum þá þó ágætlega," sagði Björgvin.

Hann vill þó almennt ekki eyða of miklum tíma í að undirbúa sig fyrir leiki.

„Kannski tek ég mér auka klukkutíma til að skoða andstæðinginn á myndbandi en það má ekki heldur liggja of mikið yfir þeim. Ég verð að treysta sjálfum mér líka."

„Þetta eru allt frábærir leikmenn og kannski koma þeir svolítið hrokafullir til leiks. Við verðum að nýta okkur það. En við megum ekki gleyma því að þetta franska lið er bara andstæðingur okkar á þessu móti eins og hver annar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×