Innlent

Íbúar fengu aðstoð Rauða krossins eftir brunann í nótt - myndskeið

Íbúar hússins á Hverfisgötu sem sluppu ómeiddir frá brunanum voru í miklu áfalli að sögn Rauða krossins og var þeim veitt áfallahjálp á staðnum. Þrír þeirra voru útlendingar sem fengu gistingu á Foss hóteli í nótt.

Allir íbúar hússins voru í fasta svefni þegar eldurinn kom upp og fjórum íbúum var komið fáklæddum út úr logandi húsinu. Kalt var í veðri og voru þrír þeirra útlendingar en einn Íslendingur.

Íslendingurinn gat leitað skjóls hjá ættingjum en útlendingarnir fjórir fengu að gista í nótt á Fosshóteli á Rauðarárástíg sem Rauði krossinn rekur. Sólveig ÓIafsdóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir íbúa hússins hafa verið í miklu áfalli vegna brunans og sjálfboðaliðar hafi veitt þeim áfallahjálp.

Sólveig segir að einhverjir hafi getað náð í eigur sínar í morgun þar sem hluti hússins slapp undan eldinum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×