Erlent

Þrír létust í skotárás í háskólanum í Alabama

MYND/AP
Þrír létust og einn særðist í skotárás sem gerð var í háskólanum í Alabama í Bandaríkjunum í kvöld. Þetta er enn ein skotárásin af þessum toga í landinu síðustu misserin en í þessu tilviki var árásarmaðurinn kona. Lögregla náði henni á lífi og er hún í varðhaldi að því er lögreglustjórinn í Huntsville borg segir. Ekki er ljóst hvað konunni gekk til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×