Erlent

Klerkarnir reyna að loka Íran

Óli Tynes skrifar
Teheran í gær.
Teheran í gær. Mynd/AP

Stjórnvöld í Íran gera allt sem þau geta til þess að trufla fréttavefi á netinu sem og símasamband, til þess að koma í veg fyrir að fréttir um mótmæli berist útfyrir landamæri ríkisins.

Jafnframt hefur vestrænum blaðamönnum verið neitað um vegabréfsáritanir og sextíu og fimm íranskir blaðamenn eru í fangelsi.

Gríðarlegur mannfjöldi safnaðist saman í Teheran í gær til þess að minnast þrjátíu og eins árs afmælis islömsku byltingarinnar.

Því fylgdu mikil mótmæli og var meðal annars kallað eftir dauða harðstjórans og dauða Khameneis erkiklerks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×