Erlent

Stórsókn hafin í Afganistan

MYND/AP

Hermenn NATO ríkjanna hafa hafið stórsókn gegn Talíbönum í Afganistan. Sóknin er sú fyrsta sem fyrirskipuð er í landinu frá því Barack Obama Bandaríkjaforseti bætti 30 þúsund hermönnum við í landinu í desember í fyrra. Um 4500 landgönguliðar, 1500 afganskir hermenn og 300 bandarískir hermenn taka þátt í sókninni sem hófst í Marjah í Helmand héraði.

Talíbanaleiðtoginn Qari Fazluddinn sagði í samtali við Reuters að um 2000 skæruliðar á hans vegum biðu komu NATO liðsins, þess albúnir að taka á móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×