Erlent

Kínverjar hundelta Dalai Lama

Óli Tynes skrifar
Bandaríkjaforsetar virða jafnan að vettugi kröfur um að þeir hitti ekki Dalai Lama. Hér er leiðtoginn með George Bush.
Bandaríkjaforsetar virða jafnan að vettugi kröfur um að þeir hitti ekki Dalai Lama. Hér er leiðtoginn með George Bush.

Kínverjar hafa ítrekað andstöðu sína við að Barack Obama hitti Dalai Lama þegar trúarleiðtogi Tíbeta kemur til Bandaríkjanna í þessum mánuði.

Robert Gibbs, talsmaður forsetans hefur staðfest að Dalai Lama verði boðið í Hvíta húsið hinn 18. febrúar.

Kínverjar segja að fundurinn muni skaða mjög samskipti Bandaríkjanna og Kína. Þeir hvetja Bandaríkin til þess að viðurkenna að Tíbet sé hluti af Kína og að andæfa sjálfstæði landsins.

Kína hertók Tíbet árið 1950. Dalai Lama flúði land árið 1959 eftir misheppnaða uppreisn gegn Kínverjum. Hann hefur síðan búið í útlegð á Indlandi.

Kínverjar hafa hundelt Dalai Lama æ síðan og mótmælt öllum fundum hans með þjóðarleiðtogum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×