Úr samtali meðal kvikmyndagerðarfólks 18. febrúar 2010 06:00 Eline McKay skrifar um niðurskurð til kvikmyndagerðar. Það er eitt sem við erum að gleyma hér á Íslandi í okkar vonleysi og stjórnleysi. John Lennon er hjá okkur. Við Íslendingar erum að veita mikla raforku í ljósið hans Lennons: Imagine Peace Tower. Ég legg til að við förum líka að leggja til hugarorku. Það liggur eitthvað í loftinu núna og ekki bara hér. Heimurinn er orðinn svo vondur núna að þetta gengur bara ekki lengur. Og heimurinn lítur til Íslands. Það líður öllum illa. Ég var í London í nóvember og andlit fólksins voru samanherpt. Ég sat úti á kaffihúsi og tók eftir konu í fjöldanum sem hágrét og öllum fannst það bara eðlilegt. Hér heima er rannsóknarskýrslan væntanleg og það er búist við illindum. Þegar ég stakk upp á að mæta á Austurvöll og syngja: „The Sun will come out tomorrow", þá mættu þrjár konur og einn lögreglubíll. Vandamálið er að við verðum að fara að tala saman, en vitum ekki hvernig við eigum að fara að því. Þegar fólk byrjaði að tala saman á sjöunda áratugnum, varð til hippamenning frelsis og skapandi listamanna. En eftir því sem fólk talaði meira saman, þá komu ýmis ljót graftarkýli samfélagsins í ljós, sem að varð að stinga á. Blökkumenn risu upp, konur risu upp, en kannski stærsta upprisan var gegn stríðinu í Víetnam. Kjarkur hinna fékk svo einnig samkynhneigða til að rísa upp. Öll þessi barátta varð fyrir gífurlegum áföllum sem þaggaði niðri í okkur öllum. Mótmælin urðu ofbeldisfull, leiðtogar þeirra myrtir og ofan á allt saman kom AIDS. Það sem John og Yoko lærðu af þessu öllu var, að við gerðum öll mistök. Við snerumst gegn hvert öðru og soguðumst inn í markaðshyggjuna og óttann. Það er ekkert jafn lamandi og óttinn, og hann hefur alltof lengi fengið að vera við stjórn í heiminum. Við erum öll mannleg og því miður fylgja mannlegu eðli breyskleikar, eins og græðgi og afbrýðisemi þó yfirleitt sé það nú óttinn í raun sem kyndir undir þessar tilfinningar. Listamenn féllu í þá gryfju að fara að líta á sjálfa sig sem söluvöru og buðu þannig sjálfsniðurrifið og óttann velkominn, því ekkert þaggar jafn mikið niður í listamanni eins og óttinn um að vera ekki nógu góður. Viðbrögð karlmanna við kvennabaráttunni skapaði gjá á milli kynjanna sem hefur enn ekki verið brúuð. Við gerðum ástina að ómerkilegri söluvöru kynlífs. Og ekki nóg með það, heldur tókst okkur líka að gera sjálfsvirðinguna að söluvöru, tengja hana við peninga og stærð jeppans sem fólk keyrir á. Femínistinn Barbara Roberts sagði á áttunda áratugnum: „So long as men are at war against women, peace for all of humankind cannot exist, and there is no safe place on earth for any of us." Heimurinn í dag er lamaður. Írak og Afganistan eru annað Víetnam og enginn þorir að segja neitt því við erum öll svo buguð. Við konur erum búnar að þegja mjög lengi, en ég held að við séum allar búnar að vera að bíða eftir því að stríðsöxin verði grafin á milli kynjanna. Við erum öll að verða svolítið hungurmorða af ástleysi. Ef við vinnum okkur út úr þessu saman, í ást á milli kynjanna, þá verða hin vandamálin lítilfjörleg og auðveld að leysa. Við kvikmyndagerðarmenn höfum lengi barist eins og hundar um kjötlaust bein. En við erum allt í einu komin í þá stöðu að konur eru við völd og þær beita aðferðum kattarins. Kettir eiga það til í miðjum slag að kyssa andstæðing sinn á nefið. Þetta afhjúpar andstæðinginn alveg og ruglar hann í ríminu. Þetta gerði Katrín Jakobs við okkur, hún kyssti okkur á nefið og við urðum hljóð. Mamma sagði: „Svona er þetta bara" og rétti okkur eplið af skilningstrénu. Og við verðum að bíta í það súra epli og skilja niðurskurðinn. Og við gerum það. En það sem situr í mér er, af hverju þessi atvinnugrein í heild sinni sem hefur nú árum saman barist um kjötlaust bein. Nú, árið 2010, átti fjárveiting í Kvikmyndasjóð að vera 700 milljónir, sambærileg við Þjóðleikhús Íslendinga. Hún er hins vegar í raun 450 milljónir. Menningin er leið til að tjá raddir fólksins í formi listgreina. Platon benti réttilega á að rithöfundar væru hættulegir því þeir hafa tilhneigingu til að segja sannleikann. En við megum ekki vera hrædd við sannleikann. Og stjórnvöld mega ekki vera hrædd við að hlusta á raddir fólksins. Ef sannleikurinn er óréttlæti og stuldur á peningum í öllum stjórnkerfum og bönkum, þá er það okkar menningarlega uppeldi sem gerir okkur kleift að hlusta með opnum huga fyrirgefningarinnar, og fara að byggja upp að nýju. Nú erum við í þeirri stöðu að við verðum að fara að tala saman. Því meir sem við tölum þá á eflaust eftir að koma fram einhver skítur, því það gerist þegar stungið er á kýli. En Vigdís forseti er búin að segja okkur hver sé lausnin við því, með góðlátlegu brosi. „Lærum að tala saman án þess að rífast. Verum sammála um að vera ósammála. Hlustum á hvert annað." Og við verðum að fara að hlusta á hvert annað. Hverja einustu rödd. En þegar raddirnar byrja að flæða, þá er það menningin sem veitir þeim skjól. Þess vegna set ég eðlilega spurningarmerki við þá stefnu stjórnvalda að drepa niður menninguna og hrekja listamenn úr landi. Mér finnst ekki úr lagi að kynna sér stefnu annars forseta, að nafni Franklin Roosevelt, en hans aðferð við að koma Bandaríkjunum út úr kreppunni miklu, var að glæða vonina í brjósti fólks. Hann gerði það með því að dæla peningum í menningu og umhverfið. Fór hreinlega út í það að virkja skógrækt og garðyrkju til að fólk sæti ekki heima atvinnulaust. Við kvikmyndagerðarfólk höfum lengi barist fyrir því að það verði farið að líta á menninguna sem virðingarverða atvinnugrein sem skili sér margfalt aftur til samfélagsins. En þessi barátta í sjálfu sér er fáránleg. Eins og Balti sagði: „Það vill enginn vera þar sem er ekki náttúra og menning." Og við vitum það öll, með hliðsjón af sögunni að raunveruleg velmegun helst í hendur við menningu á háu plani. Addi Knúts talaði um hvað við ætluðum að verða þegar við verðum stór. Ef við förum nú að hugsa Upp, upp mín sál, og lyftum okkur upp á hærra menningarlegra plan, þá getum við séð hlutina í miklu víðara samhengi. „Ég er svona stór," segja börnin og lyfta höndum til himins. Við mættum á fund hjá Kvikmyndasjóði prúð og stillt. Enda ekki nema von því við vorum að mæta á teppið hjá skólastjóranum okkar. En skóli er ekkert án nemenda sinna, og við sem börn gefumst aldrei upp. Við erum öll reiðubúin að vinna sem samherjar við að efla skólann okkar, læra af hvort öðru, gróðursetja nokkrar listaspírur úti í móa ef við höfum ekkert annað að gera. En þolinmæðin á sér sín takmörk og börn hafa lag á að finna sér nýjar leiðir, til dæmis með því að flytja úr landi. Þetta er spurning um að leyfa okkur að prúðbúast, upphefja sjálfsvirðingu okkar, tungu, og sögu og leggja Íslandi lið. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og starfar við íslenska kvikmyndagerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Eline McKay skrifar um niðurskurð til kvikmyndagerðar. Það er eitt sem við erum að gleyma hér á Íslandi í okkar vonleysi og stjórnleysi. John Lennon er hjá okkur. Við Íslendingar erum að veita mikla raforku í ljósið hans Lennons: Imagine Peace Tower. Ég legg til að við förum líka að leggja til hugarorku. Það liggur eitthvað í loftinu núna og ekki bara hér. Heimurinn er orðinn svo vondur núna að þetta gengur bara ekki lengur. Og heimurinn lítur til Íslands. Það líður öllum illa. Ég var í London í nóvember og andlit fólksins voru samanherpt. Ég sat úti á kaffihúsi og tók eftir konu í fjöldanum sem hágrét og öllum fannst það bara eðlilegt. Hér heima er rannsóknarskýrslan væntanleg og það er búist við illindum. Þegar ég stakk upp á að mæta á Austurvöll og syngja: „The Sun will come out tomorrow", þá mættu þrjár konur og einn lögreglubíll. Vandamálið er að við verðum að fara að tala saman, en vitum ekki hvernig við eigum að fara að því. Þegar fólk byrjaði að tala saman á sjöunda áratugnum, varð til hippamenning frelsis og skapandi listamanna. En eftir því sem fólk talaði meira saman, þá komu ýmis ljót graftarkýli samfélagsins í ljós, sem að varð að stinga á. Blökkumenn risu upp, konur risu upp, en kannski stærsta upprisan var gegn stríðinu í Víetnam. Kjarkur hinna fékk svo einnig samkynhneigða til að rísa upp. Öll þessi barátta varð fyrir gífurlegum áföllum sem þaggaði niðri í okkur öllum. Mótmælin urðu ofbeldisfull, leiðtogar þeirra myrtir og ofan á allt saman kom AIDS. Það sem John og Yoko lærðu af þessu öllu var, að við gerðum öll mistök. Við snerumst gegn hvert öðru og soguðumst inn í markaðshyggjuna og óttann. Það er ekkert jafn lamandi og óttinn, og hann hefur alltof lengi fengið að vera við stjórn í heiminum. Við erum öll mannleg og því miður fylgja mannlegu eðli breyskleikar, eins og græðgi og afbrýðisemi þó yfirleitt sé það nú óttinn í raun sem kyndir undir þessar tilfinningar. Listamenn féllu í þá gryfju að fara að líta á sjálfa sig sem söluvöru og buðu þannig sjálfsniðurrifið og óttann velkominn, því ekkert þaggar jafn mikið niður í listamanni eins og óttinn um að vera ekki nógu góður. Viðbrögð karlmanna við kvennabaráttunni skapaði gjá á milli kynjanna sem hefur enn ekki verið brúuð. Við gerðum ástina að ómerkilegri söluvöru kynlífs. Og ekki nóg með það, heldur tókst okkur líka að gera sjálfsvirðinguna að söluvöru, tengja hana við peninga og stærð jeppans sem fólk keyrir á. Femínistinn Barbara Roberts sagði á áttunda áratugnum: „So long as men are at war against women, peace for all of humankind cannot exist, and there is no safe place on earth for any of us." Heimurinn í dag er lamaður. Írak og Afganistan eru annað Víetnam og enginn þorir að segja neitt því við erum öll svo buguð. Við konur erum búnar að þegja mjög lengi, en ég held að við séum allar búnar að vera að bíða eftir því að stríðsöxin verði grafin á milli kynjanna. Við erum öll að verða svolítið hungurmorða af ástleysi. Ef við vinnum okkur út úr þessu saman, í ást á milli kynjanna, þá verða hin vandamálin lítilfjörleg og auðveld að leysa. Við kvikmyndagerðarmenn höfum lengi barist eins og hundar um kjötlaust bein. En við erum allt í einu komin í þá stöðu að konur eru við völd og þær beita aðferðum kattarins. Kettir eiga það til í miðjum slag að kyssa andstæðing sinn á nefið. Þetta afhjúpar andstæðinginn alveg og ruglar hann í ríminu. Þetta gerði Katrín Jakobs við okkur, hún kyssti okkur á nefið og við urðum hljóð. Mamma sagði: „Svona er þetta bara" og rétti okkur eplið af skilningstrénu. Og við verðum að bíta í það súra epli og skilja niðurskurðinn. Og við gerum það. En það sem situr í mér er, af hverju þessi atvinnugrein í heild sinni sem hefur nú árum saman barist um kjötlaust bein. Nú, árið 2010, átti fjárveiting í Kvikmyndasjóð að vera 700 milljónir, sambærileg við Þjóðleikhús Íslendinga. Hún er hins vegar í raun 450 milljónir. Menningin er leið til að tjá raddir fólksins í formi listgreina. Platon benti réttilega á að rithöfundar væru hættulegir því þeir hafa tilhneigingu til að segja sannleikann. En við megum ekki vera hrædd við sannleikann. Og stjórnvöld mega ekki vera hrædd við að hlusta á raddir fólksins. Ef sannleikurinn er óréttlæti og stuldur á peningum í öllum stjórnkerfum og bönkum, þá er það okkar menningarlega uppeldi sem gerir okkur kleift að hlusta með opnum huga fyrirgefningarinnar, og fara að byggja upp að nýju. Nú erum við í þeirri stöðu að við verðum að fara að tala saman. Því meir sem við tölum þá á eflaust eftir að koma fram einhver skítur, því það gerist þegar stungið er á kýli. En Vigdís forseti er búin að segja okkur hver sé lausnin við því, með góðlátlegu brosi. „Lærum að tala saman án þess að rífast. Verum sammála um að vera ósammála. Hlustum á hvert annað." Og við verðum að fara að hlusta á hvert annað. Hverja einustu rödd. En þegar raddirnar byrja að flæða, þá er það menningin sem veitir þeim skjól. Þess vegna set ég eðlilega spurningarmerki við þá stefnu stjórnvalda að drepa niður menninguna og hrekja listamenn úr landi. Mér finnst ekki úr lagi að kynna sér stefnu annars forseta, að nafni Franklin Roosevelt, en hans aðferð við að koma Bandaríkjunum út úr kreppunni miklu, var að glæða vonina í brjósti fólks. Hann gerði það með því að dæla peningum í menningu og umhverfið. Fór hreinlega út í það að virkja skógrækt og garðyrkju til að fólk sæti ekki heima atvinnulaust. Við kvikmyndagerðarfólk höfum lengi barist fyrir því að það verði farið að líta á menninguna sem virðingarverða atvinnugrein sem skili sér margfalt aftur til samfélagsins. En þessi barátta í sjálfu sér er fáránleg. Eins og Balti sagði: „Það vill enginn vera þar sem er ekki náttúra og menning." Og við vitum það öll, með hliðsjón af sögunni að raunveruleg velmegun helst í hendur við menningu á háu plani. Addi Knúts talaði um hvað við ætluðum að verða þegar við verðum stór. Ef við förum nú að hugsa Upp, upp mín sál, og lyftum okkur upp á hærra menningarlegra plan, þá getum við séð hlutina í miklu víðara samhengi. „Ég er svona stór," segja börnin og lyfta höndum til himins. Við mættum á fund hjá Kvikmyndasjóði prúð og stillt. Enda ekki nema von því við vorum að mæta á teppið hjá skólastjóranum okkar. En skóli er ekkert án nemenda sinna, og við sem börn gefumst aldrei upp. Við erum öll reiðubúin að vinna sem samherjar við að efla skólann okkar, læra af hvort öðru, gróðursetja nokkrar listaspírur úti í móa ef við höfum ekkert annað að gera. En þolinmæðin á sér sín takmörk og börn hafa lag á að finna sér nýjar leiðir, til dæmis með því að flytja úr landi. Þetta er spurning um að leyfa okkur að prúðbúast, upphefja sjálfsvirðingu okkar, tungu, og sögu og leggja Íslandi lið. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og starfar við íslenska kvikmyndagerð.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun