Vettel og Schumacher í beinni útsendingu í meistarakeppni ökumanna á Stöð 2 Sport 16. nóvember 2010 09:36 Michael Schumacher og Sebastian Vettel verða meðal keppenda í meistarakeppni ökumanna. Mynd: Getty Images Stöð 2 Sport hefur náð samningum um að sýna beint frá meistarakeppni ökumanna sem fer fram á leikvangi Fortuna Dusseldorf í Þýskalandi helgina 27. og 28. nóvember. Meðal keppenda verður nýbakaður heimsmeistari í Formúlu 1, Sebastian Vettel og félagi hans Michael Schumacher. Mótið stendur í tvo daga og er keppt á malbikaðri samhliða braut, en keppendur eru úr ýmsum greinum akstursíþrótta og er mótið með útsláttarfyrirkomulagi, svipað og samhliðasvig á skíðum. Meðal keppenda, auk Vettels og Schumacher verða Michael Doohan, fimmfaldur mótorhjólameistari, Sebastian Loeb, sexfaldur meistari í rallakstri sem vann einmitt breska rallið um síðustu helgi og Alain Prost, þrefaldur meistari í Formúlu 1. Keppt verður í landsflokki þar sem Vettel og Schumacher verja titil Þýskalands frá því í fyrra og í einstaklingskeppni, en Mikael Eckstrom, DTM kappi vann þann hluta mótsins í fyrra. Keppendur aka á ýmiskonar farartækjum, m.a. sérhönnuðum Audi Sportbíl, Porsche 911 og nokkrum sérútbúnum bílum sem hafa verið notaðir í þetta mót síðustu ár. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá landskeppninni og einstaklingskeppninni. Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur náð samningum um að sýna beint frá meistarakeppni ökumanna sem fer fram á leikvangi Fortuna Dusseldorf í Þýskalandi helgina 27. og 28. nóvember. Meðal keppenda verður nýbakaður heimsmeistari í Formúlu 1, Sebastian Vettel og félagi hans Michael Schumacher. Mótið stendur í tvo daga og er keppt á malbikaðri samhliða braut, en keppendur eru úr ýmsum greinum akstursíþrótta og er mótið með útsláttarfyrirkomulagi, svipað og samhliðasvig á skíðum. Meðal keppenda, auk Vettels og Schumacher verða Michael Doohan, fimmfaldur mótorhjólameistari, Sebastian Loeb, sexfaldur meistari í rallakstri sem vann einmitt breska rallið um síðustu helgi og Alain Prost, þrefaldur meistari í Formúlu 1. Keppt verður í landsflokki þar sem Vettel og Schumacher verja titil Þýskalands frá því í fyrra og í einstaklingskeppni, en Mikael Eckstrom, DTM kappi vann þann hluta mótsins í fyrra. Keppendur aka á ýmiskonar farartækjum, m.a. sérhönnuðum Audi Sportbíl, Porsche 911 og nokkrum sérútbúnum bílum sem hafa verið notaðir í þetta mót síðustu ár. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá landskeppninni og einstaklingskeppninni.
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira