Vettel og Schumacher í beinni útsendingu í meistarakeppni ökumanna á Stöð 2 Sport 16. nóvember 2010 09:36 Michael Schumacher og Sebastian Vettel verða meðal keppenda í meistarakeppni ökumanna. Mynd: Getty Images Stöð 2 Sport hefur náð samningum um að sýna beint frá meistarakeppni ökumanna sem fer fram á leikvangi Fortuna Dusseldorf í Þýskalandi helgina 27. og 28. nóvember. Meðal keppenda verður nýbakaður heimsmeistari í Formúlu 1, Sebastian Vettel og félagi hans Michael Schumacher. Mótið stendur í tvo daga og er keppt á malbikaðri samhliða braut, en keppendur eru úr ýmsum greinum akstursíþrótta og er mótið með útsláttarfyrirkomulagi, svipað og samhliðasvig á skíðum. Meðal keppenda, auk Vettels og Schumacher verða Michael Doohan, fimmfaldur mótorhjólameistari, Sebastian Loeb, sexfaldur meistari í rallakstri sem vann einmitt breska rallið um síðustu helgi og Alain Prost, þrefaldur meistari í Formúlu 1. Keppt verður í landsflokki þar sem Vettel og Schumacher verja titil Þýskalands frá því í fyrra og í einstaklingskeppni, en Mikael Eckstrom, DTM kappi vann þann hluta mótsins í fyrra. Keppendur aka á ýmiskonar farartækjum, m.a. sérhönnuðum Audi Sportbíl, Porsche 911 og nokkrum sérútbúnum bílum sem hafa verið notaðir í þetta mót síðustu ár. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá landskeppninni og einstaklingskeppninni. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur náð samningum um að sýna beint frá meistarakeppni ökumanna sem fer fram á leikvangi Fortuna Dusseldorf í Þýskalandi helgina 27. og 28. nóvember. Meðal keppenda verður nýbakaður heimsmeistari í Formúlu 1, Sebastian Vettel og félagi hans Michael Schumacher. Mótið stendur í tvo daga og er keppt á malbikaðri samhliða braut, en keppendur eru úr ýmsum greinum akstursíþrótta og er mótið með útsláttarfyrirkomulagi, svipað og samhliðasvig á skíðum. Meðal keppenda, auk Vettels og Schumacher verða Michael Doohan, fimmfaldur mótorhjólameistari, Sebastian Loeb, sexfaldur meistari í rallakstri sem vann einmitt breska rallið um síðustu helgi og Alain Prost, þrefaldur meistari í Formúlu 1. Keppt verður í landsflokki þar sem Vettel og Schumacher verja titil Þýskalands frá því í fyrra og í einstaklingskeppni, en Mikael Eckstrom, DTM kappi vann þann hluta mótsins í fyrra. Keppendur aka á ýmiskonar farartækjum, m.a. sérhönnuðum Audi Sportbíl, Porsche 911 og nokkrum sérútbúnum bílum sem hafa verið notaðir í þetta mót síðustu ár. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá landskeppninni og einstaklingskeppninni.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira