Oddný Eir Ævarsdóttir: Örvænting í Undralandi? Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar 20. maí 2010 16:00 Forstjóri og aðaleigandi erlenda orkufyrirtækisins sem var að kaupa sér einkaaðgang að íslensku auðlindinni gat vart leynt ánægju sinni yfir happafengnum í Kastljós-viðtali, en bar sig þó illa eins og sannur stórbokki og sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum því kaupin hefðu ekki gengið eins snurðulaust fyrir sig og hann hafði búist við vegna „umræðu og hugmyndafræði". Ég varð líka fyrir miklum vonbrigðum, bæði með þessa ótímabæru sölu og þetta söluferli og vildi óska þess að fleiri snurður hefðu hlaupið á þráðinn; Meiri umræða, endurnýjaðri hugmyndafræði og að fleiri andófsraddir hefðu komið fram en hin brýna rödd Ögmundar. Þrátt fyrir kreppu má um allt land sjá sprota og vísbendingar um nýsköpun og ábyrga afstöðu til náttúru, samfélags og sögu. Það er horft til landsins í þeirri trú að hér séu ekki einungis óvenju tærar orkulindir heldur líka nógur auður í heilabúum til að hægt sé að spinna upp nýstárlega og ævintýralega ábyrga orkustefnu. Hrein orka mun ekki falla í verði en auðlindir okkar geta auðveldlega spillst. Gull má bræða og braska með, það heldur áfram að skína þótt skítugar hendur snerti það. Öðru máli gegnir um náttúruauðlindirnar. Hví skyldum við, í ljósi allra efnahagsglæpasagnanna, treyst auðmönnum og stórfyrirtækjum aftur fyrir vonum okkar og vatnsbólum? Þessi forstjóri sagði í sama Kastljósviðtali að hann botnaði ekki í þessari tortryggni í sinn garð, því hann væri sá sem hann segðist vera! Hvað sögðu ekki ráðgjafarnir sem hafa langa reynslu af umhverfis- og stjórnmálaslysum í heiminum? Paul Hawken, John Perkins, Eva Joly, fleiri og fleiri vöruðu okkur við því að efnahagsböðlar myndu reyna að nýta sér bágt ástand okkar á meðan við værum enn í sárum. Þau minntu um leið ítrekað á hagkvæma sérstöðu okkar á svo mörgum sviðum. Paul Hawken sagði á fyrirlestri í Þjóðmenningarhúsinu rétt eftir hrun, þegar Björk bað hann um ráð okkur til handa, að Íslendingar væru þrátt fyrir allt ekki svo illa staddir, þeir hefðu allt sem til þyrfti til að takast á við 21. öldina: Orkuauðlindir, mannauð og tækniþekkingu og að líklega værum við ein best setta þjóð í heimi, orkulega séð og þar með efnahagslega séð, því nú væri að hefjast enn harðari barátta en áður um orkuna í heiminum. Af hverju skylduð þið þá grípa til örvæntingarfullra aðgerða eins og að selja orkuna til erlendra stórfyrirtækja og stóriðju? spurði Hawken undrandi. Og hann vísaði til orða rauðu drottningarinnar sem svaraði Lísu í Undralandi þegar hún bað um ráð í örvæntingu sinni: Því hraðar sem þú hleypur og því hraðar sem þú kemst yfir því hraðar kemstu að engu. Erum við í svo mikilli örvæntingu að við ráðum ekki för? Það hlýtur að vera hægt að rifta þessum óhagstæðu hagsmunasamningum. Verðum við ekki að staldra við núna, gefa okkur tíma til að endurskoða lög og sölusamninga? Og völdum þá kaupendunum enn meiri vonbrigðum með opinni umræðu án örvæntingar, í þessu undralandi orku, ólgandi náttúru og nýsköpunartækifæra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Forstjóri og aðaleigandi erlenda orkufyrirtækisins sem var að kaupa sér einkaaðgang að íslensku auðlindinni gat vart leynt ánægju sinni yfir happafengnum í Kastljós-viðtali, en bar sig þó illa eins og sannur stórbokki og sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum því kaupin hefðu ekki gengið eins snurðulaust fyrir sig og hann hafði búist við vegna „umræðu og hugmyndafræði". Ég varð líka fyrir miklum vonbrigðum, bæði með þessa ótímabæru sölu og þetta söluferli og vildi óska þess að fleiri snurður hefðu hlaupið á þráðinn; Meiri umræða, endurnýjaðri hugmyndafræði og að fleiri andófsraddir hefðu komið fram en hin brýna rödd Ögmundar. Þrátt fyrir kreppu má um allt land sjá sprota og vísbendingar um nýsköpun og ábyrga afstöðu til náttúru, samfélags og sögu. Það er horft til landsins í þeirri trú að hér séu ekki einungis óvenju tærar orkulindir heldur líka nógur auður í heilabúum til að hægt sé að spinna upp nýstárlega og ævintýralega ábyrga orkustefnu. Hrein orka mun ekki falla í verði en auðlindir okkar geta auðveldlega spillst. Gull má bræða og braska með, það heldur áfram að skína þótt skítugar hendur snerti það. Öðru máli gegnir um náttúruauðlindirnar. Hví skyldum við, í ljósi allra efnahagsglæpasagnanna, treyst auðmönnum og stórfyrirtækjum aftur fyrir vonum okkar og vatnsbólum? Þessi forstjóri sagði í sama Kastljósviðtali að hann botnaði ekki í þessari tortryggni í sinn garð, því hann væri sá sem hann segðist vera! Hvað sögðu ekki ráðgjafarnir sem hafa langa reynslu af umhverfis- og stjórnmálaslysum í heiminum? Paul Hawken, John Perkins, Eva Joly, fleiri og fleiri vöruðu okkur við því að efnahagsböðlar myndu reyna að nýta sér bágt ástand okkar á meðan við værum enn í sárum. Þau minntu um leið ítrekað á hagkvæma sérstöðu okkar á svo mörgum sviðum. Paul Hawken sagði á fyrirlestri í Þjóðmenningarhúsinu rétt eftir hrun, þegar Björk bað hann um ráð okkur til handa, að Íslendingar væru þrátt fyrir allt ekki svo illa staddir, þeir hefðu allt sem til þyrfti til að takast á við 21. öldina: Orkuauðlindir, mannauð og tækniþekkingu og að líklega værum við ein best setta þjóð í heimi, orkulega séð og þar með efnahagslega séð, því nú væri að hefjast enn harðari barátta en áður um orkuna í heiminum. Af hverju skylduð þið þá grípa til örvæntingarfullra aðgerða eins og að selja orkuna til erlendra stórfyrirtækja og stóriðju? spurði Hawken undrandi. Og hann vísaði til orða rauðu drottningarinnar sem svaraði Lísu í Undralandi þegar hún bað um ráð í örvæntingu sinni: Því hraðar sem þú hleypur og því hraðar sem þú kemst yfir því hraðar kemstu að engu. Erum við í svo mikilli örvæntingu að við ráðum ekki för? Það hlýtur að vera hægt að rifta þessum óhagstæðu hagsmunasamningum. Verðum við ekki að staldra við núna, gefa okkur tíma til að endurskoða lög og sölusamninga? Og völdum þá kaupendunum enn meiri vonbrigðum með opinni umræðu án örvæntingar, í þessu undralandi orku, ólgandi náttúru og nýsköpunartækifæra.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun