Erlent

Telur augljóst að N-Kórea beri ábyrgð

Opinber útför sjóliðanna fór fram 29. apríl sl. Mynd/AP
Opinber útför sjóliðanna fór fram 29. apríl sl. Mynd/AP Mynd/AP

Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir augljóst að Norður-Kóreumenn beri ábyrgð á að eitt af herskipum landsins sprakk í tvennt og sökk í lok mars. Stjórnvöld í Seúl hafa hingað til ekki viljað sakað Norður-Kóreu opinberlega um aðild að málinu. Skipið var 1200 tonn að stærð með 108 manna áhöfn og fórust 46 sjóliðar.

Alþjóðlegir sérfræðingar fullyrða að tundurskeyti hafi sökkt herskipinu. Suður-Kórea mun væntanlega leita til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gagnvart nágrönnum sínum í norðri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×