Erlent

Erlendur her áratug í viðbót

Leiðtogar á fundi Hamid Karzai í hópi annarra fundargesta.
Nordicphotos/AFP
Leiðtogar á fundi Hamid Karzai í hópi annarra fundargesta. Nordicphotos/AFP

Leiðtogar sjötíu ríkja komu saman í London í gær til að ræða framtíð Afganistans. Þar var samþykkt að alþjóðlegu hersveitirnar í Afganistan muni byrja að afhenda heimamönnum umsjón með öryggismálum í friðsamari héruðum landsins öðru hvoru megin við næstu áramót.

Reiknað er með að afganski herinn geti innan þriggja ára tekið að sér megnið af hernaðaraðgerðum í þeim héruðum landsins, þar sem ástandið er hvað ótryggast. Hamid Karzai, forseti Afganistans, tók þó fram að væntanlega þurfi erlent herlið að vera áfram í landinu næstu tíu til fimmtán árin.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×