Ríkisútvarp á krossgötum 29. janúar 2010 06:00 Pétur Gunnarsson skrifar um Ríkisútvarpið Um þessar mundir eru 80 ár síðan Ríkisútvarpið hóf að senda út dagskrá til allra landsmanna. Í fyrstunni var það eins og hver annar gestur, kærkominn, en utan við „alvöru lífsins“. Dagskráin að deginum var mestan part veðurfregnir og síðan kvölddagskrá sem samanstóð af hljómplötuspili, erindi og/eða upplestri. Við vitum hvernig fór: útvarpið tók yfir samfélagið, gesturinn tók sæti húsbóndans. Og líku gegndi með sjónvarpið sem hóf göngu sína fyrir 44 árum. Í fyrstunni rétt tyllti það niður annarri rasskinninni eins og hæverskur gestkomandi og lagði fátt til mála utan almennar athugasemdir um veðrið og gamanmál. En tók síðan yfir samfélagið allt. Það skal hafa verið kostnaðarauki að fara úr hinum ríkjandi miðli: ritmálinu yfir í útvarp með öllum þeim tækjabúnaði sem til þurfti vítt um land og mannskap til að halda úti dagskrá árið um kring. Með sjónvarpi verður kostnaðurinn svo himinhár að íslensk stjórnvöld leiddu hann hjá sér, horfðust aldrei í augu við hann, námunduðu aldrei að greiða hann og kusu að líta á sjónvarpið sem einberan afþreyingarmiðil. Sem það óvart ekki var, það var Miðillinn. Þetta er svona álíka og ef íslensk stjórnvöld hefðu ekki treyst sér til að koma hér á skólakerfi en reitt sig á að börnin fengju nauðsynlega fræðslu með því að lesa utan á mjólkurfernur og kornflexpakka. Afleiðingarnar eru hrikalegar, rúmlega einni kynslóð síðar eru Íslendingar ekki aðeins á góðri leið með að flosna upp frá eigin menningu, þeir hafa flosnað upp frá veruleika eigin lífs og svífa um í tómarúmi innan um aðþrengdar eiginkonur í bandarískum úthverfum og öfugsnúin morð í breskum smábæjum og úrslitum í öllum keppnisgreinum karla og kvenna hérlendis sem erlendis. Vita aftur á móti varla hvað snýr upp né niður í eigin tilveru. Þessa sér ekki einasta stað í umgengni þeirra hverjir við aðra og umhverfi sitt, þær yfirstandandi ógöngur sem við höfum ratað í má hreint og beint rekja til þess hve illa upplýst við erum um það samfélag sem við lifum og hrærumst í. Því fullburða sjónvarp er jafn mikilvægt á hraðferð nútímasamfélags og siglingatæki í flugvél. Án þess vitum við ekki hvar við erum stödd né hvert stefnir. Það er því býsna hart undir tönn að á þessum örlagatímum skuli RÚV ætla að rifa seglin og bakka enn frekar út úr þjóðlífsmyndinni. Við gerum engar kröfur til Stöðvar 2, Skjás eins eða Omega og ekki heldur til Ingva Hrafns. En við hljótum að gera þá kröfu til sjónvarps/útvarps allra landsmanna að það lifi og hrærist í því samfélagi sem það á að þjóna. Sú breyting sem varð á stofnuninni við hlutafélagavæðinguna virðist síður en svo hafa orðið til batnaðar. Án þess að nokkur maður sakni þess flokkspólitíska útvarpsráðs sem var við lýði í gamla fyrirkomulaginu, vaknar spurningin um aðhald og eftirfylgni innan stofnunarinnar. Ef hún sinnir ekki því hlutverki sem hún er lögskyld til að gegna, hver gengur þá eftir efndum? RÚV er á krossgötum af því við erum á krossgötum. Aðstæður knýja okkur til að gera upp á milli hins nauðsynlega og ónauðsynlega. Vel mætti hugsa sér að dagskrá sjónvarps tæki breytingum, minnkaði að magni en ykist að gæðum. Það er sama hvaða upphæð er nefnd í því skyni, hún skreppur saman hjá þeim milljörðum sem daglega berst vitneskja um að hafi farið í súginn – á kostnað almennings. Meðal annars af því við áttum ekki fjölmiðil sem gat staðsett okkur og upplýst. Það er vissulega dýrt að vera fátækur, en það kostar morðfjár að vera án fullburða útvarps/sjónvarps. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Pétur Gunnarsson skrifar um Ríkisútvarpið Um þessar mundir eru 80 ár síðan Ríkisútvarpið hóf að senda út dagskrá til allra landsmanna. Í fyrstunni var það eins og hver annar gestur, kærkominn, en utan við „alvöru lífsins“. Dagskráin að deginum var mestan part veðurfregnir og síðan kvölddagskrá sem samanstóð af hljómplötuspili, erindi og/eða upplestri. Við vitum hvernig fór: útvarpið tók yfir samfélagið, gesturinn tók sæti húsbóndans. Og líku gegndi með sjónvarpið sem hóf göngu sína fyrir 44 árum. Í fyrstunni rétt tyllti það niður annarri rasskinninni eins og hæverskur gestkomandi og lagði fátt til mála utan almennar athugasemdir um veðrið og gamanmál. En tók síðan yfir samfélagið allt. Það skal hafa verið kostnaðarauki að fara úr hinum ríkjandi miðli: ritmálinu yfir í útvarp með öllum þeim tækjabúnaði sem til þurfti vítt um land og mannskap til að halda úti dagskrá árið um kring. Með sjónvarpi verður kostnaðurinn svo himinhár að íslensk stjórnvöld leiddu hann hjá sér, horfðust aldrei í augu við hann, námunduðu aldrei að greiða hann og kusu að líta á sjónvarpið sem einberan afþreyingarmiðil. Sem það óvart ekki var, það var Miðillinn. Þetta er svona álíka og ef íslensk stjórnvöld hefðu ekki treyst sér til að koma hér á skólakerfi en reitt sig á að börnin fengju nauðsynlega fræðslu með því að lesa utan á mjólkurfernur og kornflexpakka. Afleiðingarnar eru hrikalegar, rúmlega einni kynslóð síðar eru Íslendingar ekki aðeins á góðri leið með að flosna upp frá eigin menningu, þeir hafa flosnað upp frá veruleika eigin lífs og svífa um í tómarúmi innan um aðþrengdar eiginkonur í bandarískum úthverfum og öfugsnúin morð í breskum smábæjum og úrslitum í öllum keppnisgreinum karla og kvenna hérlendis sem erlendis. Vita aftur á móti varla hvað snýr upp né niður í eigin tilveru. Þessa sér ekki einasta stað í umgengni þeirra hverjir við aðra og umhverfi sitt, þær yfirstandandi ógöngur sem við höfum ratað í má hreint og beint rekja til þess hve illa upplýst við erum um það samfélag sem við lifum og hrærumst í. Því fullburða sjónvarp er jafn mikilvægt á hraðferð nútímasamfélags og siglingatæki í flugvél. Án þess vitum við ekki hvar við erum stödd né hvert stefnir. Það er því býsna hart undir tönn að á þessum örlagatímum skuli RÚV ætla að rifa seglin og bakka enn frekar út úr þjóðlífsmyndinni. Við gerum engar kröfur til Stöðvar 2, Skjás eins eða Omega og ekki heldur til Ingva Hrafns. En við hljótum að gera þá kröfu til sjónvarps/útvarps allra landsmanna að það lifi og hrærist í því samfélagi sem það á að þjóna. Sú breyting sem varð á stofnuninni við hlutafélagavæðinguna virðist síður en svo hafa orðið til batnaðar. Án þess að nokkur maður sakni þess flokkspólitíska útvarpsráðs sem var við lýði í gamla fyrirkomulaginu, vaknar spurningin um aðhald og eftirfylgni innan stofnunarinnar. Ef hún sinnir ekki því hlutverki sem hún er lögskyld til að gegna, hver gengur þá eftir efndum? RÚV er á krossgötum af því við erum á krossgötum. Aðstæður knýja okkur til að gera upp á milli hins nauðsynlega og ónauðsynlega. Vel mætti hugsa sér að dagskrá sjónvarps tæki breytingum, minnkaði að magni en ykist að gæðum. Það er sama hvaða upphæð er nefnd í því skyni, hún skreppur saman hjá þeim milljörðum sem daglega berst vitneskja um að hafi farið í súginn – á kostnað almennings. Meðal annars af því við áttum ekki fjölmiðil sem gat staðsett okkur og upplýst. Það er vissulega dýrt að vera fátækur, en það kostar morðfjár að vera án fullburða útvarps/sjónvarps. Höfundur er rithöfundur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun