Erlent

-Við erum á hausnum

Óli Tynes skrifar
Manuel Zelaya, var sendur í útlegð.
Manuel Zelaya, var sendur í útlegð.

Hin nýja ríkisstjórn Suður-Ameríkuríkisins Honduras tók við völdum í gær og lét það verða sitt fyrsta verk að lýsa því yfir að landið væri gjaldþrota.

Honduras hefur verið í einangrun frá alþjóða samfélaginu síðan Manuel Zelaya forseta var steypt af stóli í júní síðastliðnum.

Zelaya hafði reynt að breyta kosningalögum í Honduras. Bæði þingið og hæstiréttur landsins mótmæltu fyrirætlunum hans og töldu að með breytingunum væri hann að reyna að tryggja sér áframhaldandi völd.

Þegar Selaya lét ekki segjast skipaði þingið herenum að flytja hann í útlegð til Kólumbíu.

Hinn nýi fjármálaráðherra landsins segir að byltingastjórnin sem nú er farin frá hafi aðeins skilið eftir fimmtíu milljónir dollara í ríkiskassanum. Það eru rúmir sex milljarðar íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×