Handbolti

Ege var afsaka sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Mynd/DIENER

Steinar Ege, markvörður norska landsliðsins og liðsfélagi Arnórs Atlasonar hjá FCK í Danmörku, sagði við Fréttablaðið eftir leik Íslands og Noregs í fyrrakvöld að Arnór hefði bætt sig mikið á undanförnu einu og hálfa ári.

Ege mat það svo að hann væri í dag 30-40 prósent betri leikmaður í dag.

„Hann hefur bara verið eitthvað að afsaka sig,“ sagði Arnór í léttum dúr. Hann fór illa með Ege og skoraði tíu mörk úr tólf skotum í leiknum.

„En það er vissulega rétt. Ég notaði tímann vel á meðan ég var meiddur til að styrkja mig og bæta skotin mín. Maður þarf að vera hraustur í þessum bransa og ég tel að þetta hafi tekist nokkuð vel hjá mér.“

Og erfiðisvinnan borgaði sig.

„Ég er orðinn betri leikmaður í dag,“ sagði Arnór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×