Erlent

Aumingja Tiger

Óli Tynes skrifar
Gálukúlurnar fást í gjafaumbúðum.
Gálukúlurnar fást í gjafaumbúðum.

Illa þenkjandi náungi hefur fundið leið til þess að græða á Tiger Woods í raunum hans. Það þarf sjálfsagt ekki að rekja í löngu máli af hverju Tiger er í skammarkróknum.

Þeim fjölgar stöðugt konunum sem segjast hafa átt í ástarsambandi við hann.

Þessar konur eru óhræddar við að tjá sig opinberlega og láta taka myndir af sér. Satt að segja virðast sumar þeirra njóta þess.

Sem fyrr segir hyggst óprúttinn náungi græða á þessu. Hann hefur tekið myndir af gálunum og þrykkt þeim á golfkúlur sem eru seldar dýrum dómum á netinu.

Í auglýsingu segir; Hann hefur gaman af að leika sér að þeim....... nú getur þú gert það líka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×