Erlent

Hvað er að sjá þig Kermit?

Óli Tynes skrifar
Ný tegund.
Ný tegund. Mynd/National Geographic

Á hverju ári finnast einhverjar nýjar dýrategundir eða lífverur sem menn höfðu ekki vitað um.

Þessi langnefjaði trjáfroskur fannst til dæmis í Indónesíu ekki alls fyrir löngu, í leiðangri sem National Geographic Society studdi.

Rannsóknir eiga sjálfsagt eftir að leiða í ljós að hvaða öðru leyti hann er frábrugðinn öðrum froskum og hvers vegna.

Náttúran gerir nefnilega sjaldnast nokkuð út í bláinn. Það er því líklegt að góð og gild ástæða sé fyrir því að hann er svona langnefjaður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×