Lífið

Gunnar og Sölvi elda fyrir Jónínu

„Strákarnir í eldhúsinu :-) Góð tilfinning," skrifaði athafnakonan Jónína Benediktsdóttir á Facebooksíðuna sína í dag. Hún er stödd í Flórída í brúðkaupsferð en líkt og flestir vita gengu hún og Gunnar í Krossinum í það heillaga fyrr á þessu ári.

Með í för er dagskrárgerðarmaðurinn Sölvi Tryggvason. Þremenningunum líður greinilega vel í Flórída þar sem Sölvi og Gunnar stjana við Jónínu.

Jónína greindi frá því nýverið í DV að hún og Sölvi vinni nú að bók um íslenska viðskiptalífið fyrir hrun.

„Það fer vel um okkur þremenningana hér í hitanum og skemmtilegir dagar framundan. Á morgun förum við og hittum mann sem hefur predikað mikið í Skandinavíu en hann og konan hans bjóða okkur á samkomu og svo út í lunch. Hann heitir Ron Johnson og kirkjan hans er Markhamwoods church og er í Longwood. Gaman að kynnast nýjum vinum," skrifaði Jónína í gær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.