Erlent

Synir morðingjans niðurbrotnir

Dereck Bird skaut 12 manns að bana áður en hann stytti sér aldur.
Dereck Bird skaut 12 manns að bana áður en hann stytti sér aldur. Mynd/AP
„Við höfum ekki hugmynd um af hverju pabbi myrti þetta fólk,“ segja synir breska leigubílstjórans sem varð 12 manns að bana á miðvikudaginn.

Dereck Bird ók bifreið sinni um lítil þorp og sveitir Norðvestur-Englands og skaut 12 manns að bana áður en hann stytti sér aldur. Ellefu manns að auki þurfti að flytja á sjúkrahús og þar af voru þrír í lífshættu.

Í yfirlýsingu sem presturinn Jim Marshall las upp fyrir hönd Graeme og Jamie Bird í morgun kemur fram að þeir eru niðurbrotnir. Þeir segjast ekki vita hvað föður þeirra gekk til.

Dereck Bird hefur verið lýst sem rólyndismanni og að hann hafi verið vingjarnlegur. Graeme og Jamie segja ennfremur að faðir þeirra hafi verið  lífsglaður og afar ástríkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×