Handbolti

Alfreð fékk gusuna yfir sig í fagnaðarlátum Kiel - myndasyrpa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð og lærisveinar hans fagna hér titlinum í gær.
Alfreð og lærisveinar hans fagna hér titlinum í gær. Mynd/AP
Tékkinn Filip Jicha bauð þjálfara sínum Alfreði Gíslasyni í bjór-sturtu eftir að Kiel hafði tryggt sér sjötta meistaratitilinn í röð með sigri á Grosswallstadt í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í gær.

Þeir Jicha og Alfreð hafa gert frábæra hluti á þessu tímabili, Alfreð hefur byggt upp nýtt meistaralið eftir brotthvarf lykilmanna og komið liðinu í gegnum meiðslahrjáð tímabil. Jicha hefur líka blómstrað eftir að Alfreð setti á hann meiri ábyrgð og Tékkinn er án nokkurs vafa búinn að vera besti leikmaður þýsku deildarinnar í vetur.

Tim Schamberger, ljósmyndari AP-fréttastofunnar, var á réttum stað þegar Alfreð lenti í gusunni og úr urðu skemmtilegar myndir. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.





Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/GettyImages
Mynd/GettyImages
Mynd/GettyImages
Mynd/GettyImages



Fleiri fréttir

Sjá meira


×