Erlent

Ísraelar gera grín að fórnarlömbunum

Úr myndbandinu.
Úr myndbandinu.
Fjölmiðlaskrifstofa ísraelska forsætisráðuneytisins sendi fyrir slysni tölvupóst með tengil á myndband þar sem gert er grín að þeim sem voru um borð í skipalestinni sem ísraelski sjóherinn stöðvaði í síðustu viku. Skipalestin var á leið með hjálpargögn til Gazasvæðisins og létust níu sjálfboðaliðar í árás Ísraelsmanna.

Í myndbandinu hefur textanum við dægurlagið We are the World verið breytt og í staðinn er sungið We Con the World eða „Við blekkjum heiminn."

Þeir sem koma fram í myndbandinu eru ísraelskir ríkisborgarar. Caroline Glick, blaðamaður Jerusalem Post, segist bera ábyrgð á myndbandinu og með því hafi hún og félagar hennar viljað sýna afstöðu margra Ísraela til málsins.

Ísraelska forsætisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar kemur fram að myndbandið endurspegli hvorki afstöðu ráðuneytisins eða Ísraelsríkis. Hægt er að horfa á myndbandið hér.

Á ensku hefst lagið á orðunum:

There comes a time when we need to make a show.

For the world and CNN.

There's no people dying so the best that we can do.

Is create the greatest bluff of all

Þar segir einnig:

We'll make the world abandon reason.

We'll make them all believe that the Hamas is Mama Theresa.

The truth will never find its way to your TV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×