Fulltrúar sjómannafélagsins gerðu aldrei athugasemdir við stefnu Gildis 13. maí 2010 13:38 Frá ársfundi Gildis-lífeyrissjóðs. Fulltrúar Sjómannafélags Íslands gerðu aldrei athugsemdir við fjárfestingastefnu Gildis-lífeyrissjóðs og allir fulltrúar félagsins á ársfundi sjóðsins sem haldinn var á dögunum greiddu atkvæði gegn tillögu um að stjórn og framkvæmdastjóri segðu af sér. Þetta kemur fram í svarbréfi framkvæmdastjóra Gildis-lífeyrissjóðs við bréfi sjómannafélagsins. Þar lýsti félagið þungum áhyggjum af stöðu Gildis auk þess sem sem stjórnin vildi að skilduaðild að ákveðnum lífeyrissjóðum verði aflétt. Þá var þess einnig krafist í bréfinu að stjórn Gildis og framkvæmdastjóri segi af sér. Í svarbréfinu bendir Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri sjóðsins á að þrátt fyrir að Gildi hafi þurft að lækka réttindi sjóðsfélaga um sjö prósent á dögunum hafi réttindin hækkað um 1,9 prósent umfram vísitöluhækkanir á síðustu fimm árum, að teknu tilliti til lækkunarinnar. Þá bendir Árni á að skylduaðild sjómannafélagsins að Gildi byggi á kjarasamningi og því þurfi félagið að snúa sér til viðsemjenda sinna ef það vill breyta því en ekki til lífeyrissjóðsins. Framkvæmdastjórinn bendir einnig á þá staðreynd að á ársfundi Glitnis hafi tillaga Jóhanns Páls Símonarsonar um að stjórn sjóðsins og framkvæmdastjóri segðu af sér en sú tillaga var felld með öllum greiddum atkvæðum. „Þrír fulltrúar Sjómannafélags Íslands sátu fundinn, þar á meðal formaður félagsins, Helgi Kristinsson, og greiddi enginn þeirra atkvæði með tillögunni." Að endingu segir Árni ástæðu til að benda á að sjómannafélagið átti ávallt fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðsins og bera þeir fulltrúar sömu ábyrgð á fjárfestingum sjóðsins og aðrir stjórnarmenn. „Auk þess sat framkvæmdastjóri félagsins, Birgir Hólm Björgvinsson, í stjórn Gildis í tvö ár, frá apríl 2006 til apríl 2008. Bæði árin sem Birgir sat í stjórn samþykkti hann fjárfestingastefnu sjóðsins og undirritaði ársreikninga án athugasemda og aldrei gerði hann athugasemdir við fjárfestingar sjóðsins né fjárfestingastefnu allan þann tíma sem hann sat í stjórninni." Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Fulltrúar Sjómannafélags Íslands gerðu aldrei athugsemdir við fjárfestingastefnu Gildis-lífeyrissjóðs og allir fulltrúar félagsins á ársfundi sjóðsins sem haldinn var á dögunum greiddu atkvæði gegn tillögu um að stjórn og framkvæmdastjóri segðu af sér. Þetta kemur fram í svarbréfi framkvæmdastjóra Gildis-lífeyrissjóðs við bréfi sjómannafélagsins. Þar lýsti félagið þungum áhyggjum af stöðu Gildis auk þess sem sem stjórnin vildi að skilduaðild að ákveðnum lífeyrissjóðum verði aflétt. Þá var þess einnig krafist í bréfinu að stjórn Gildis og framkvæmdastjóri segi af sér. Í svarbréfinu bendir Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri sjóðsins á að þrátt fyrir að Gildi hafi þurft að lækka réttindi sjóðsfélaga um sjö prósent á dögunum hafi réttindin hækkað um 1,9 prósent umfram vísitöluhækkanir á síðustu fimm árum, að teknu tilliti til lækkunarinnar. Þá bendir Árni á að skylduaðild sjómannafélagsins að Gildi byggi á kjarasamningi og því þurfi félagið að snúa sér til viðsemjenda sinna ef það vill breyta því en ekki til lífeyrissjóðsins. Framkvæmdastjórinn bendir einnig á þá staðreynd að á ársfundi Glitnis hafi tillaga Jóhanns Páls Símonarsonar um að stjórn sjóðsins og framkvæmdastjóri segðu af sér en sú tillaga var felld með öllum greiddum atkvæðum. „Þrír fulltrúar Sjómannafélags Íslands sátu fundinn, þar á meðal formaður félagsins, Helgi Kristinsson, og greiddi enginn þeirra atkvæði með tillögunni." Að endingu segir Árni ástæðu til að benda á að sjómannafélagið átti ávallt fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðsins og bera þeir fulltrúar sömu ábyrgð á fjárfestingum sjóðsins og aðrir stjórnarmenn. „Auk þess sat framkvæmdastjóri félagsins, Birgir Hólm Björgvinsson, í stjórn Gildis í tvö ár, frá apríl 2006 til apríl 2008. Bæði árin sem Birgir sat í stjórn samþykkti hann fjárfestingastefnu sjóðsins og undirritaði ársreikninga án athugasemda og aldrei gerði hann athugasemdir við fjárfestingar sjóðsins né fjárfestingastefnu allan þann tíma sem hann sat í stjórninni."
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira