Erlent

Fyrrverandi lögreglumaður heldur fólki í gíslingu

Lögreglumaðurinn fyrrverandi hefur sleppt sjö gíslum.
Lögreglumaðurinn fyrrverandi hefur sleppt sjö gíslum. Mynd/AP

Fyrrverandi lögreglumaður sem heldur á þriðja tug ferðamanna í gíslingu í höfuðborg Filippseyja krefst þess að verða endurráðinn. Maðurinn rændi rútu í morgun vopnaður rifli en talið er að minnsta kosti 25 ferðamenn hafi verið í rútunni þar á meðal börn. Sjö gíslum hefur sleppt.

Leyniskyttur hafa umkringt bifreiðina og þá eiga lögreglumenn í viðræðum við þennan fyrrverandi samstarfsfélaga sinn sem var sagt upp störfum fyrir tveimur árum eftir að hann í félagi við fjóra lögreglumenn var ákærður fyrir vopnað rán og fjárkúgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×