Þúsundir fórust á Haiti -rústabjörgunarsveitin á leiðinni Óli Tynes skrifar 13. janúar 2010 06:55 Það tók aðeins þrjátíu sekúndur fyrir jarðskjálftann að leggja stóran hluta af höfuðborginni Port au Prince nánast í rúst í gærkvöldi en hún er aðeins um fimmtán kílómetra frá upptökunum. Skjálftinn mældist sjö komma einn á Richter kvarða. Meðal húsa sem hrundu voru forsetahöllin, skrifstofur Alþjóðabankans, sjúkrahús og fjölmörg hótel. Eldar loga um alla borgina. Á myndum frá borginni má sjá blóðug lík og slasað fólk liggjandi út um allt. Fólk er hvarvetna veinandi á hjálp. Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Haiti sagði að þúsundir hljóti að hafa farist, eyðileggingin sé óskapleg. Björgunarstarf hófst fljótlega eftir skjálftann, en það er í mýflugumynd. Haiti er eitt fátækasta land í Vesturheimi og almannavarnir eru veikar. Fólk notaði skóflur og haka við að reyna að grafa í rústunum og stórvirkasta vinnuvélin sem sést hefur á myndum er traktorsgrafa. Ekkert rafmagn er á borginni og fólk notaði vasaljós við að leita í rústum húsa. Enginn veit enn hversu margir liggja grafnir undir húsarústum en miðað við eyðilegginguna eru þeir taldir skipta þúsundum. Erfitt er að komast um borgina því rústirnar loka mörgum götum. Stjórnvöld á Haiti hafa þegar sent út neyðarkall til umheimsins. Einn sjónarvottanna er trúboðinn Joe Trimble sem sagði í viðtali við Sky fréttastofuna að mikil þörf væri fyrir þjálfaðar björgunarsveitir erlendis frá. Þær yrðu að hafa með sér allt sem þær þyrftu til starfsins jafnvel vatn. Á Haiti væri ekkert að hafa. Fjölmargir aðilar hafa þegar boðið fram aðstoð. Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði að bæði hermenn og sérþjálfaðar björgunarsveitir yrðu sendar til eyjarinnar. Íslenska rústabjörgunarsveitin leggur af stað til Haiti fyrir hádegi. Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Það tók aðeins þrjátíu sekúndur fyrir jarðskjálftann að leggja stóran hluta af höfuðborginni Port au Prince nánast í rúst í gærkvöldi en hún er aðeins um fimmtán kílómetra frá upptökunum. Skjálftinn mældist sjö komma einn á Richter kvarða. Meðal húsa sem hrundu voru forsetahöllin, skrifstofur Alþjóðabankans, sjúkrahús og fjölmörg hótel. Eldar loga um alla borgina. Á myndum frá borginni má sjá blóðug lík og slasað fólk liggjandi út um allt. Fólk er hvarvetna veinandi á hjálp. Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Haiti sagði að þúsundir hljóti að hafa farist, eyðileggingin sé óskapleg. Björgunarstarf hófst fljótlega eftir skjálftann, en það er í mýflugumynd. Haiti er eitt fátækasta land í Vesturheimi og almannavarnir eru veikar. Fólk notaði skóflur og haka við að reyna að grafa í rústunum og stórvirkasta vinnuvélin sem sést hefur á myndum er traktorsgrafa. Ekkert rafmagn er á borginni og fólk notaði vasaljós við að leita í rústum húsa. Enginn veit enn hversu margir liggja grafnir undir húsarústum en miðað við eyðilegginguna eru þeir taldir skipta þúsundum. Erfitt er að komast um borgina því rústirnar loka mörgum götum. Stjórnvöld á Haiti hafa þegar sent út neyðarkall til umheimsins. Einn sjónarvottanna er trúboðinn Joe Trimble sem sagði í viðtali við Sky fréttastofuna að mikil þörf væri fyrir þjálfaðar björgunarsveitir erlendis frá. Þær yrðu að hafa með sér allt sem þær þyrftu til starfsins jafnvel vatn. Á Haiti væri ekkert að hafa. Fjölmargir aðilar hafa þegar boðið fram aðstoð. Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði að bæði hermenn og sérþjálfaðar björgunarsveitir yrðu sendar til eyjarinnar. Íslenska rústabjörgunarsveitin leggur af stað til Haiti fyrir hádegi.
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira