Erlent

Fellibylurinn Fanapi olli miklu tjóni á Taiwan

Fellibylurinn Fanapi er nú á leið frá Taiwan og áleiðis til suðurstrandar Kína. Á Taiwan olli fellibylurinn miklu tjóni og að minnsta kosti þrír létu lífið af hans völdum.

Daglegt líf á Taiwan fór úr skorðum í gærdag, flugvöllum og höfnum var lokað og samgöngur lágu víða niðri. Mikið úrkoma fylgir Fanapi og var hún mæld í tugum sentimetra.

Mikill viðbúnaður er á suðurströnd Kína, hátt í tvöhundruð þúsund íbúar hafa verið fluttir frá ströndinni og lengra inn í landið og yfir 50.000 bátar hafa verið kallaðir inn til hafnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×