Erlent

Fellibylurinn Igor herjar á Bahamaeyjar

Fellibylurinn Igor skall á Bahamaeyjum í nótt. Mikil flóð hafa fylgt Igor á eyjum og þúsundir eyjabúa eru nú án rafmagns. Ekki er vitað um manntjórn af völdum Igors.

Í frétt um málið á BBC segir að herskip frá breska flotanum með þyrlur um borð sé í viðbragðsstöðu undan ströndum Bahamaeyja tilbúið til björgunaraðgerða.

Yfirvöld á Bahamaeyjum hafa aðvarað íbúa þeirra um að Igor sé sennilega versti fellibylur sem skollið hefur á eyjunum í sögunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×