Erlent

Fjórir bandarískir ríkisstjórar heimsækja Kína

Fjórir bandarískir ríkisstjórar með Arnold Schwarzenegger ríkisstjóra Kaliforníu í broddi fylkingar hafa verið í opinberum heimsóknum í Kína undanfarna daga.

Þeir eru að leita eftir ýmsum fjárfestingum af hendi Kínverja í ríkjum sínum en mörg ríki Bandaríkjanna glíma við erfiða efnahagsstðu og mikið atvinnuleysi.

Í frétt um málið á CNN segir að það veki athygli að bandarískir ríkisstjórar flykkist til Kína á sama tíma og mikil spenna ríkir í samskiptum landsins við Bandaríkin út af gjaldmiðlamálum og risavöxnum viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×