Ellefu þúsund störf töpuðust í hruninu 13. mars 2010 06:00 Fjölmennur fundur sa Vilhjálmur endaði ræðu sína á eindregnum hvatningarorðum um að þjóðin gæti risið úr öskustónni ef samtakamátturinn yrði virkjaður. fréttablaðið/gva Hagvöxtur þarf að vera fimm prósent á næstu árum ef uppræta á atvinnuleysi, endur-heimta lífskjör og greiða niður skuldir ríkisins, er mat Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA). Fyrir-liggjandi spár gera hins vegar ráð fyrir að hagvöxtur verði um tvö prósent. Ef ekki verður gripið til aðgerða stefnir í „áratug hinna glötuðu tækifæra“, að hans mati. SA stóðu fyrir fundi um atvinnumál í gær þar sem stefnumörkun samtakanna um endurheimt fyrra atvinnustigs og lífskjara hér á landi var kynnt. Setja verður atvinnusköpun í forgang, sérstaklega með fjárfestingum og vexti í útflutningsgreinum, sagði Vilhjálmur. „Með þessu sköpum við störf við uppbygginguna sjálfa, aukum eftirspurn í hagkerfinu en ekki síst þá verða til framtíðarstörf sem eru varanleg,“ sagði Vilhjálmur. Hann nefndi fjárfestingar í ferðamannaiðnaði og „að stórfjárfestingar verði að ná fram að ganga“. Þar vísaði hann til stækkunar á álveri í Straumsvík, byggingar álvers í Helguvík og virkjana. Þess utan verði lítil og meðalstór fyrir-tæki að byrja fjárfestingar enda séu þau mörg sem standi ósködduð eftir hrunið. Vextir verði í því ljósi að lækka, og það strax. „Stjórnvöld verða að vinna með atvinnulífinu. Ekki draga það í dilka. Þau verða að starfa með stóriðjunni; með sjávarútvegi og litlu fyrirtækjunum, ferðaþjónustu, verslun og þjónustu. Þetta er lykilatriði en ekki að skilgreina fyrirtæki og atvinnugreinar sem vandamál“, sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur sagði að markmiðið væri að auka útflutning um sjö til átta prósent á ári. Það gæfi 60 til 70 milljarða á ári í nýjum útflutningi til ársins 2015. Hann sagði að þetta markmið virtist fjarlægt en svo væri ekki. Hann sagði raunhæft að ná sjö milljörðum til viðbótar frá sjávarútvegi, tólf milljarðar frá ferðaþjónustu væru í hendi miðað við spár og bara stækkun í Straumsvík og bygging álvers í Helguvík myndi skila öðru eins í stóriðju. „Á sprotaþingi um daginn kom fram að átján hátæknifyrirtæki ætla að auka útflutning um átta milljarða á næsta ári. Öll önnur fyrirtæki þurfa þá að koma með aðra 22 milljarða. Þá næst takmark okkar.“ svavar@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira
Hagvöxtur þarf að vera fimm prósent á næstu árum ef uppræta á atvinnuleysi, endur-heimta lífskjör og greiða niður skuldir ríkisins, er mat Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA). Fyrir-liggjandi spár gera hins vegar ráð fyrir að hagvöxtur verði um tvö prósent. Ef ekki verður gripið til aðgerða stefnir í „áratug hinna glötuðu tækifæra“, að hans mati. SA stóðu fyrir fundi um atvinnumál í gær þar sem stefnumörkun samtakanna um endurheimt fyrra atvinnustigs og lífskjara hér á landi var kynnt. Setja verður atvinnusköpun í forgang, sérstaklega með fjárfestingum og vexti í útflutningsgreinum, sagði Vilhjálmur. „Með þessu sköpum við störf við uppbygginguna sjálfa, aukum eftirspurn í hagkerfinu en ekki síst þá verða til framtíðarstörf sem eru varanleg,“ sagði Vilhjálmur. Hann nefndi fjárfestingar í ferðamannaiðnaði og „að stórfjárfestingar verði að ná fram að ganga“. Þar vísaði hann til stækkunar á álveri í Straumsvík, byggingar álvers í Helguvík og virkjana. Þess utan verði lítil og meðalstór fyrir-tæki að byrja fjárfestingar enda séu þau mörg sem standi ósködduð eftir hrunið. Vextir verði í því ljósi að lækka, og það strax. „Stjórnvöld verða að vinna með atvinnulífinu. Ekki draga það í dilka. Þau verða að starfa með stóriðjunni; með sjávarútvegi og litlu fyrirtækjunum, ferðaþjónustu, verslun og þjónustu. Þetta er lykilatriði en ekki að skilgreina fyrirtæki og atvinnugreinar sem vandamál“, sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur sagði að markmiðið væri að auka útflutning um sjö til átta prósent á ári. Það gæfi 60 til 70 milljarða á ári í nýjum útflutningi til ársins 2015. Hann sagði að þetta markmið virtist fjarlægt en svo væri ekki. Hann sagði raunhæft að ná sjö milljörðum til viðbótar frá sjávarútvegi, tólf milljarðar frá ferðaþjónustu væru í hendi miðað við spár og bara stækkun í Straumsvík og bygging álvers í Helguvík myndi skila öðru eins í stóriðju. „Á sprotaþingi um daginn kom fram að átján hátæknifyrirtæki ætla að auka útflutning um átta milljarða á næsta ári. Öll önnur fyrirtæki þurfa þá að koma með aðra 22 milljarða. Þá næst takmark okkar.“ svavar@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira