Að tala sig til athafnaleysis Ragnar Sverrisson skrifar 15. október 2010 06:00 Alveg varð ég steinhissa þegar vinur minn Edward H. Huijbens sagði aðspurður í sjónvarpsviðtali, í tilefni þeirra gleðitíðinda að byggja ætti nýtt og glæsilegt hótel hér á Akureyri, að ekkert benti til þess að ferðamönnum myndi fjölga í bænum á næstunni. Því væri hið mesta óráð að standa í þessari uppbyggingu enda kæmi það bara niður á þeim sem fyrir væru í hótelrekstri. Með þessum línum vil ég koma því á framfæri að ég og margir Akureyringar sem ég hef talað við erum algjörlega ósammála þessu viðhorfi og teljum slíka neikvæðni eina helstu ástæðu þess að okkur tekst ekki sem skyldi að efla atvinnulífið og fjölga störfum í okkar góða bæ. Ein þeirra atvinnugreina sem mestar vonir eru bundnar við er ferðaiðnaðurinn. Ýmislegt hefur verið gert til að efla hann og nægir að minna á lengingu flugbrautarinnar, umbætur við höfnina fyrir skemmtiferðaskip, nýjan alþjóðlegan íþróttavöll, glæsilega aðstöðu í Hlíðarfjalli sem fólk þyrpist til á veturna og síðast en ekki síst menningarmiðstöðina Hof, sem opnar mikla möguleika á alþjóðlegum ráðstefnum og listviðburðum allan ársins hring. Allt eru þetta góðar grunnstoðir til enn frekari sóknar, sem auðvitað verður að samræma og skipuleggja með öflugri markaðssókn í Evrópu og víðar. Vitað er að áhugi er mikill, til dæmis í Þýskalandi, að fljúga beint til Akureyrar og þaðan aftur til baka eftir að hafa notið bæjarins, nágrannabyggðanna og hinnar óviðjafnanlegu náttúru Norðurlands. En þrátt fyrir allt þetta er ein alvarleg hindrun sem ryðja þarf úr vegi áður en lengra er haldið. Það er skortur á hótelrými. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ýmsir hópar, innlendir og erlendir, hafa þurft frá að hverfa vegna skorts á hótelplássum á Akureyri. Svona er ástandið í dag og því hafa þjónustufyrirtæki á þessu sviði séð tækifæri í því að bæta við hótelum og leggja til þess fram eigin fjármuni – ekki opinbera. Þetta er auðvitað mikið gleðiefni og forsenda þess að eitthvað þýði að auglýsa bæinn sem ferðamannabæ og stefna að stóraukningu á því sviði næstu ár og áratugi. Að rýna ofan í tölur gærdagsins þegar verið er að horfa til framtíðar í þessum efnum er ekki boðlegt; ungt og menntað fólk á að hafa víðari sjóndeildarhring en það. Sjálfur hef ég þá trú að ferðaiðnaðurinn muni færa bænum mínum mikinn fjölda starfa í viðbót við þau sem fyrir eru. En þá verðum við líka að vinna skipulega að því að hrinda úr vegi fyrirstöðum og flöskuhálsum hjá okkur sjálfum um leið og markaðsstarfið erlendis verður styrkt til muna. Enn fremur þarf að losna við það íhaldssama viðhorf að fleiri geti ekki komið að verki og stækkað kökuna, aukið veltu og fjölgað störfum í blómlegri atvinnugrein við ysta haf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Alveg varð ég steinhissa þegar vinur minn Edward H. Huijbens sagði aðspurður í sjónvarpsviðtali, í tilefni þeirra gleðitíðinda að byggja ætti nýtt og glæsilegt hótel hér á Akureyri, að ekkert benti til þess að ferðamönnum myndi fjölga í bænum á næstunni. Því væri hið mesta óráð að standa í þessari uppbyggingu enda kæmi það bara niður á þeim sem fyrir væru í hótelrekstri. Með þessum línum vil ég koma því á framfæri að ég og margir Akureyringar sem ég hef talað við erum algjörlega ósammála þessu viðhorfi og teljum slíka neikvæðni eina helstu ástæðu þess að okkur tekst ekki sem skyldi að efla atvinnulífið og fjölga störfum í okkar góða bæ. Ein þeirra atvinnugreina sem mestar vonir eru bundnar við er ferðaiðnaðurinn. Ýmislegt hefur verið gert til að efla hann og nægir að minna á lengingu flugbrautarinnar, umbætur við höfnina fyrir skemmtiferðaskip, nýjan alþjóðlegan íþróttavöll, glæsilega aðstöðu í Hlíðarfjalli sem fólk þyrpist til á veturna og síðast en ekki síst menningarmiðstöðina Hof, sem opnar mikla möguleika á alþjóðlegum ráðstefnum og listviðburðum allan ársins hring. Allt eru þetta góðar grunnstoðir til enn frekari sóknar, sem auðvitað verður að samræma og skipuleggja með öflugri markaðssókn í Evrópu og víðar. Vitað er að áhugi er mikill, til dæmis í Þýskalandi, að fljúga beint til Akureyrar og þaðan aftur til baka eftir að hafa notið bæjarins, nágrannabyggðanna og hinnar óviðjafnanlegu náttúru Norðurlands. En þrátt fyrir allt þetta er ein alvarleg hindrun sem ryðja þarf úr vegi áður en lengra er haldið. Það er skortur á hótelrými. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ýmsir hópar, innlendir og erlendir, hafa þurft frá að hverfa vegna skorts á hótelplássum á Akureyri. Svona er ástandið í dag og því hafa þjónustufyrirtæki á þessu sviði séð tækifæri í því að bæta við hótelum og leggja til þess fram eigin fjármuni – ekki opinbera. Þetta er auðvitað mikið gleðiefni og forsenda þess að eitthvað þýði að auglýsa bæinn sem ferðamannabæ og stefna að stóraukningu á því sviði næstu ár og áratugi. Að rýna ofan í tölur gærdagsins þegar verið er að horfa til framtíðar í þessum efnum er ekki boðlegt; ungt og menntað fólk á að hafa víðari sjóndeildarhring en það. Sjálfur hef ég þá trú að ferðaiðnaðurinn muni færa bænum mínum mikinn fjölda starfa í viðbót við þau sem fyrir eru. En þá verðum við líka að vinna skipulega að því að hrinda úr vegi fyrirstöðum og flöskuhálsum hjá okkur sjálfum um leið og markaðsstarfið erlendis verður styrkt til muna. Enn fremur þarf að losna við það íhaldssama viðhorf að fleiri geti ekki komið að verki og stækkað kökuna, aukið veltu og fjölgað störfum í blómlegri atvinnugrein við ysta haf.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar