Erlent

Ban Ki-moon biður fólk um að sýna þolinmæði

Ban Ki-moon kom til Haítí í gær.
Ban Ki-moon kom til Haítí í gær.

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna hvetur íbúa Haítí til þess að vera þolinmóða en hægt virðist ganga að koma hjálpargögnum til nauðstaddra Starfsmenn hjálparsamtaka segja þrátt fyrir vandræði hafi tekist að koma matar- og vatnsbirgðum til nokkurra hverfa í höfuðborginni Port au Prince.

Borgarbúar eru þó orðnir örvæntingarfullir og hafa margir brugðið á það ráð að fara úr borginni. Þá berast æ fleiri sögur af ránum og gripdeildum en forseti landsins Rene Preval sagði í gær að 3500 bandarískir hermenn myndu aðstoða Haítíska herinn og friðargæsluliða við að koma á reglu. Um 2000 lögreglumenn í Port au Prince slösuðust eða létust í skjálftanum að sögn forsetans og til að bæta gráu ofan á svart sluppu 3000 fangar úr fangelsi borgarinnar. Ban Ki-moon heimsótti Haítí í gær og reyndi að stappa stálinu í landsmenn og hjálparstarfsfólk.

Eftir því sem tíminn líður minnka nú líkurnar á að fólk finnist á lífi í rústunum en í gærkvöldi fundu björgunarmenn Jens Tranum, danskan starfsmann Sameinuðu þjóðanna, heilan á húfi í rústum höfuðstöðva stofnunarinnar í Port au Prince.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×