Erlent

Fyrsti Gvantanamo fanginn til Spánar

Óli Tynes skrifar
Frá fangabúðunum á Kúbu.
Frá fangabúðunum á Kúbu.

Spánverjar tóku í dag við sínum fyrsta fanga frá Gvantanamo fangabúðum Bandaríkjamanna á Kúbu.

Spánverjar hafa fallist á að taka við fimm föngum, til að aðstoða Barack Obama forseta við að loka hinum illa þokkuðu búðum.

Nokkur önnur ríki hafa fallist á að taka við einum að tveim föngum frá Gvantanamo. Innanríkisráðherra Spánar sagði blaðamönnum að maðurinn væri palestinskur en neitaði að gefa frekari upplýsingar.

Fanginn mætir þeim skilyrðum sem Spánverjar settu um að ekki mættu vera neinar formlegar ákærur gegn honum fyrir hryðjuverk í Bandaríkjunum eða Evrópu.

Hann fær að vinna á Spáni og ferðast þar um eins og hann vill. Hann má hinsvegar ekki yfirgefa landið um fyrirsjáanlega framtíð.

Obama lofaði á sínum tíma að loka fangabúðunum á Kúbu í janúar á þessu ári. Það hefur ekki tekist vegna tregðu ríkja til að taka við föngum þaðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×