Erlent

Orðljótir forsetar

Óli Tynes skrifar
Hugo Chavez og Alvaro Uribe.
Hugo Chavez og Alvaro Uribe.

Venesúela og Kólumbía hafa eldað saman grátt silfur í mörg ár og meðal annars flutt herlið að landamærunum sitthvorumegin.

Chavez sakar Kólumbíumenn um að vera kjölturakka Bandaríkjanna og hefur margsinnis hótað hernaðaraðgerðum.

Og það var enginn sáttatónn í forsetunum Hugo Chavez í Venesúela og Alvaro Uribe í Kólumbíu þegar þeir hittust á ráðstefnu ríkja Suður-Ameríku og Karíbahafs í Mexíkó í gær.

URIBE: -Sýndu karlmennsku. Þú ert nógu hugrakkur þegar þú talar úr fjarlægð. En augliti til auglitis ertu bleyða.

CHAVEZ: -Farðu til helvítis.

Þess má geta að kjörorð ráðstefnunnar var; Samstaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×