Erlent

Skyndilegur glæpafaraldur í Svíþjóð

Óli Tynes skrifar
Gulls ígildi.
Gulls ígildi.

Nýr glæpafaraldur hefur steypst eins og holskefla yfir Svíþjóð undanfarið. Ástæðan er gríðarlegt fannfergi en þar hefur snjóað stanslítið í margar vikur.

Auk mikilla umferðartruflana og slysa hefur það leitt til þess að allar snjóskóflur eru uppseldar í landinu.

Það hefur svo aftur leitt til þess að skóflum er stolið hvar sem til þeirra næst.

Menn eru því farnir að passa skóflur eins og sjáöldur augna sinna og læsa þær inni þegar þær eru ekki í notkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×