Erlent

Gos eins og í Eyjafjallajökli í 50 milljóna ljósára fjarlægð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eldgosið er í 50 milljóna ljósára fjarlægð. Mynd/afp.
Eldgosið er í 50 milljóna ljósára fjarlægð. Mynd/afp.
Stærðar eldfjall á M87 vetrarbrautinni gýs um þessar mundir og leysir gas úr læðingi. Sérfræðingar NASA geimvísindastofnunarinnar segja að eldfjallinu svipi mjög til eldgossins í Eyjafjallajökli.

M87 er ekki alveg í næsta nágrenni við jörðina. Reyndar benda mælingar með gervihnettinum Chandra til þess að M87 vetrarbrautin sé í um 50 milljóna ljósára fjarlægð.

Rannsóknir með Chandra gervihnettinum benda til þess að hvolfið sem umlykur M87 sé fyllt með heitu gasi sem lýsir í röntgenljósi. Undir venjulegum kringumstæðum myndi gasið kólna og þrýstast að miðju vetrarbrautarinnar. Þar myndi það kólna enn hraðar og nýjar stjörnur myndast úr því. Aðrar vísbendingar benda hins vegar til þess að það sé annað efni í miðju vetrarbrautarinnar sem hindri myndun nýrra stjarna.

Það var vefur International Business Times sem greindi frá þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×