Leikarinn Dennis Hopper fékk stjörnu með sínu nafni á Hollywood Walk of Fame á föstudaginn. Leikarinn sjötugi greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli síðastliðið haust. Krabbameinið hefur breiðst út og sagt er að leikarans bíði ekkert nema maðurinn með ljáinn.
Hopper var þó nægilega vel á sig kominn á föstudaginn til að vera viðstaddur þegar hann var heiðraður með stjörnunni. Hann þakkaði vinum sínum og samferðafólki um ævina fyrir að hafa auðgað líf sitt.
Eftir því sem fram kemur á vefnum E! Online voru leikararnir Viggo Mortensen og Jack Nicholson viðstaddir þegar Hopper var heiðraður.
Dennis Hopper heiðraður með stjörnu
Jón Hákon Halldórsson skrifar
