Árangur í tímatökum lykill að titlinum 11. október 2010 15:30 Japanskir Ferrari aðdáendur settu skemmtilegan svip á mótshaldið í gær. Mynd: Getty Images Stefano Domenicali, yfirmaður Formúlu 1 liðs Ferrari telur það að ná góðum árangri í tímatökum í Formúlu 1 í þeim þremur mótum sem eftir eru verði lykillinn að því að landa meistaratitlinum. Fimm ökumenn eiga möguleika á titli ökumanna. Fernando Alonso hjá Ferrari er jafn Sebastian Vettel á Red Bull í stigamóti ökumanna með 206 stig, en Mark Webber á Red Bull er efstur með 220 stig. Red Bull réð lögum og lofum í mótinu á Suzuka í gær. Vettel naí besta tíma í tímatökum og fylgdi því eftir með sigri. "Ég tel að þeir séu að gera frábæra hluti í undirbúningu og tímatökum, en við höfum séð að við stöndum okkur betur í tímatökum, þá getum við sigrað þá. Annars er þetta erfitt, en við sjáum hvað gerist í næstu mótum. Miði er möguleiki", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. Alonso taldi fyrir mótið á Suzuka að markmiðið væri að komast á verðlaunapall, en Red Bull bíllinn hentar sérlega vel á brautina. Alonso náði þriðja sæti í gær. "Við vissum að þetta yrði erfið braut fyrir okkur, en við vorum altént samkeppnisfærir í kappakstrinum. Red Bull menn voru sterkari og McLaren ekki sem verstir, en þeir lentu í vandræðum með bíl Lewis. En við náðum á verðlaunapall sem var markmiðið." "Staðan í stigamótinu er galopinn. Það er þrjú mót eftir og allt er mögulegt. Við verðum að vera í slagnum allt til loka", sagði Domenicali. Næst verður keppt í Suður Kóreu um aðra helgi á nýrri braut. Síðan í Brasilíu og Abu Dhabi. Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Stefano Domenicali, yfirmaður Formúlu 1 liðs Ferrari telur það að ná góðum árangri í tímatökum í Formúlu 1 í þeim þremur mótum sem eftir eru verði lykillinn að því að landa meistaratitlinum. Fimm ökumenn eiga möguleika á titli ökumanna. Fernando Alonso hjá Ferrari er jafn Sebastian Vettel á Red Bull í stigamóti ökumanna með 206 stig, en Mark Webber á Red Bull er efstur með 220 stig. Red Bull réð lögum og lofum í mótinu á Suzuka í gær. Vettel naí besta tíma í tímatökum og fylgdi því eftir með sigri. "Ég tel að þeir séu að gera frábæra hluti í undirbúningu og tímatökum, en við höfum séð að við stöndum okkur betur í tímatökum, þá getum við sigrað þá. Annars er þetta erfitt, en við sjáum hvað gerist í næstu mótum. Miði er möguleiki", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. Alonso taldi fyrir mótið á Suzuka að markmiðið væri að komast á verðlaunapall, en Red Bull bíllinn hentar sérlega vel á brautina. Alonso náði þriðja sæti í gær. "Við vissum að þetta yrði erfið braut fyrir okkur, en við vorum altént samkeppnisfærir í kappakstrinum. Red Bull menn voru sterkari og McLaren ekki sem verstir, en þeir lentu í vandræðum með bíl Lewis. En við náðum á verðlaunapall sem var markmiðið." "Staðan í stigamótinu er galopinn. Það er þrjú mót eftir og allt er mögulegt. Við verðum að vera í slagnum allt til loka", sagði Domenicali. Næst verður keppt í Suður Kóreu um aðra helgi á nýrri braut. Síðan í Brasilíu og Abu Dhabi.
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira